Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Skógræktinni og Landgræðslunni, dags. 10. maí sl. ásamt kynningu, með ákalli til sveitarfélaga um að taka Bonn-áskoruninni.
Bonn-áskorunin er alþjóðlegt átak um útbreiðslu eða endurheimt skóga á stórum samfelldum svæðum eða landslagsheildum og er skipulagt af alþjóðlegu náttúruverndarsamtökunum IUCN í samstarfi við fleiri aðila. Stjórnvöld hafa sett Íslandi það markmið innan Bonn-áskorunarinnar að auka verulega þekju birkiskóga og birkikjarrs en hún er nú 1,5% af flatarmáli landsins.
Með verkefnum til útbreiðslu birkiskóga og birkikjarrs vilja íslensk stjórnvöld taka svokallaðri Bonn-áskorun og þar með auka landgæði, efla jarðvegsauðlindina og styrkja byggð í landinu.
Óskað er eftir þátttöku sveitarfélaga og annarra hagsmunaaðila vítt og breitt um landið. Fjármunir renna til slíkra verkefna á komandi árum af framlögum ríkisins til loftslagsaðgerða. Í þessu getur falist tækifæri fyrir landeigendur.
Bonn-áskorunin er alþjóðlegt átak um útbreiðslu eða endurheimt skóga á stórum samfelldum svæðum eða landslagsheildum og er skipulagt af alþjóðlegu náttúruverndarsamtökunum IUCN í samstarfi við fleiri aðila.
Stjórnvöld hafa sett Íslandi það markmið innan Bonn-áskorunarinnar að auka verulega þekju birkiskóga og birkikjarrs en hún er nú 1,5% af flatarmáli landsins.
Með verkefnum til útbreiðslu birkiskóga og birkikjarrs vilja íslensk stjórnvöld taka svokallaðri Bonn-áskorun og þar með auka landgæði, efla jarðvegsauðlindina og styrkja byggð í landinu.
Óskað er eftir þátttöku sveitarfélaga og annarra hagsmunaaðila vítt og breitt um landið. Fjármunir renna til slíkra verkefna á komandi árum af framlögum ríkisins til loftslagsaðgerða. Í þessu getur falist tækifæri fyrir landeigendur.