Gögn af fundi SSV með framkvæmdastjórum sveitarfélaga á Snæfellsnesi og skólameistara FSN, vegna skoðunar SSV á möguleikum til samnýtingar aksturs vegna skóla og tómstunda á svæðinu.
Til máls tóku JÓK, UÞS, GS, RG, SÞ, BÁ.
Lögð fram til kynningar gögn af fundi SSV með framkvæmdastjórum sveitarfélaga á Snæfellsnesi og skólameistara FSN, þann 2. júní sl., vegna skoðunar SSV á möguleikum til að samnýta almenningssamgöngur og skólaakstur á Snæfellsnesi. Sú skoðun er gerð í samræmi við ályktun Byggðasamlags Snæfellinga um að þessi mál verði skoðuð. Skoðaðar voru þær ferðir sem eknar eru á vegum Strætó (almenningssamgöngur), skólaakstur Fjölbrautaskólans og skólaakstur sveitarfélaga, einkum Snæfellsbæjar.
Á fundinum var lýst yfir áhuga á því að málið yrði skoðað áfram, af hálfu SSV, fyrir Snæfellsnes.
Forseti sagði frá því að málið hefði ennfremur verið kynnt á fundi stjórnar SSV í gær.
Lögð fram til kynningar gögn af fundi SSV með framkvæmdastjórum sveitarfélaga á Snæfellsnesi og skólameistara FSN, þann 2. júní sl., vegna skoðunar SSV á möguleikum til að samnýta almenningssamgöngur og skólaakstur á Snæfellsnesi. Sú skoðun er gerð í samræmi við ályktun Byggðasamlags Snæfellinga um að þessi mál verði skoðuð. Skoðaðar voru þær ferðir sem eknar eru á vegum Strætó (almenningssamgöngur), skólaakstur Fjölbrautaskólans og skólaakstur sveitarfélaga, einkum Snæfellsbæjar.
Á fundinum var lýst yfir áhuga á því að málið yrði skoðað áfram, af hálfu SSV, fyrir Snæfellsnes.
Forseti sagði frá því að málið hefði ennfremur verið kynnt á fundi stjórnar SSV í gær.