Málsnúmer 2105006

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 249. fundur - 11.05.2021


Lagt fram bréf umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, dags. 28. apríl sl., þar sem óskað er eftir tilnefningu eins fulltrúa fjögurra sveitarfélaga á Snæfellsnesi í Breiðafjarðarnefnd.

Samkvæmt lögum um vernd Breiðafjarðar nr. 54/1995 er Breiðafjarðarnefnd ráðherra til ráðgjafar um allt það er lýtur að framkvæmd laganna. Í nefndinni eiga sæti sjö menn, sem ráðherra skipar til fjögurra ára í senn. Í lögunum segir að sveitarfélög sem liggja að Breiðafirði tilnefni fjóra fulltrúa á þann hátt sem ráðherra ákveður í reglugerð. Varamenn skulu skipaðir með sama hætti. Reglugerð hefur ekki verið sett, en sveitarfélögin fjögur á norðanverðu Snæfellsnesi hafa sameinast um einn fulltrúa og annan til vara.

Allir tóku til máls.

Lagt til að forseta og bæjarstjóra verði veitt umboð til að ganga frá tilnefningu sameiginlegs fulltrúa í samráði við fulltrúa annarra sveitarfélaga á norðanverðu Snæfellsnesi, sem og í samráði við önnur sveitarfélög við Breiðafjörð.

Samþykkt samhljóða.