Málsnúmer 2105001F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 252. fundur - 14.10.2021

Allir tóku til máls.
  • Farið var yfir stöðu framkvæmda. Hafnarstjórn - 16 Hafnarstjóri sagði frá framkvæmdum við Grundarfjarðarhöfn.

    Grjótmagn í fyrirstöðugarði varð ívið meira en til stóð vegna breytinga.
    Bætt var við steyptum vegg á enda Norðurgarðs sem ákveðið var að setja upp til að auka skjól á enda Norðurgarðs. Eftir er að lengja hann um nokkra metra, í átt að grjótvörn.
    Hafnarstjóri sagði frá því að í undirbúningi væri frágangur á kanti uppvið grjótvörn.
    Verið er að steypa þekju á Norðurgarði, en tvær steypur eru eftir í henni, ca. 300 m2 sem verður lokið við í næstu viku.
    Þá er eftir frágangur á rafmagni og vatni.
    Tafir hafa orðið á heildarverkinu m.v. fyrstu áætlanir, m.a. vegna veðurfars.

    Lengingin, nýja framkvæmdin, stóðst mjög vel í norðvestanáttinni í síðustu viku og lýsir hafnarstjórn ánægju með það.

  • Hafnarstjórn ræddi um deiliskipulagsmál á hafnarsvæði.

    Brýn þörf er á að endurskoða deiliskipulag Framness austan Nesvegar og ljúka deiliskipulagi á svæðinu á og við Norðugarð.
    Breyta þarf stærð og fyrirkomulagi lóða á nýju uppfyllingunni austan Nesvegar, hanna þarf framtíðarlegu vegar sem liggur yfir á hafnarsvæðið í beinu framhaldi af Bergþórugötu og ákveða legu lagna á svæðinu. Auk þess þarf að gera ráð fyrir og setja niður fyrirkomulag á um 800 metra göngustíg sem liggja mun frá enda Norðurgarðs, að Torfabót, meðfram grjótvörninni. Til að þetta sé unnt þarf að endurskoða deiliskipulag svæðisins og gera ráð fyrir breytingum.

    Rætt um hvar rétt sé að mörk deiliskipulagssvæðis liggi, taka þarf Norðurgarð með í deiliskipulagið og mögulega Miðgarð og hafnarvog.

    Hafnarstjórn - 16 Hafnarstjórn samþykkir að fela skipulagsfulltrúa og bæjarstjóra að hefja undirbúning að gerð deiliskipulags á hafnarsvæðinu, á Framnesi austan Nesvegar, á Norðugarði og að skoða nánar stærð og útmörk deiliskipulagssvæðis.
    Hafnarstjórn mun áfram gera ráð fyrir kostnaði við verkið í fjárhagsáætlunum sínum.

    Hafnarstjórn samþykkir ennfremur að fela hafnarstjóra að láta ganga frá svæðinu norðanvert á nýju landfyllingunni þannig að útbúa megi bráðabirgðaakveg frá Bergþórugötu yfir á hafnarsvæðið.
  • Ársreikningur 2020 er lagður fram.
    Hafnarstjórn - 16
  • Staða 2021
    Hafnarstjóri kynnti fjárhagsstöðu hafnarinnar, skv. framlögðu yfirliti og útkomuspá ársins 2021.
    Tekjur voru áætlaðar samtals 94 millj. kr. árið 2021 og horfur eru á að höfnin standist þá áætlun. Tekjur ársins af skemmtiferðaskipum eru þar af rúmar 13 milljónir kr. en alls voru 31 koma skemmtiferðaskipa í sumar.
    Útgjöld voru áætluð 58,1 millj.kr. en reiknað er með að þau verði talsvert undir því.
    Framkvæmdakostnaður var áætlaður um 125 milljónir fyrir árið 2021.

    Hafnarstjórn lýsir yfir ánægju með þessa stöðu, sem verður að teljast mjög góð m.v. allar forsendur.


    Áætlun 2022
    Hafnarstjóri fór yfir fyrirliggjandi drög að fjárhagsáætlun 2022.
    Tekjur eru áætlaðar um 118 millj. kr. Tekið er mið af þeirri forsendu, að umtalsverður kvótasamdráttur muni hafa veruleg áhrif á tekjur hafnarinnar. Á yfirstandandi kvótaári er gert ráð fyrir 13% samdrætti í þorski og 17% samdrætti í karfa, en hvorutveggja mun hafa mikil áhrif hér.
    Gert er ráð fyrir að af bókuðum komum skemmtiferðaskipa ársins muni 75% þeirra tekna skila sér, m.v. núverandi forsendur vegna Covid o.fl. Bókaðar eru komur 40 skemmtiferðaskipa á næsta sumri og líklegt er að eitthvað fleiri muni bætast við. Bókuð eru stærri skip í meira mæli en áður hefur verið og tengist það beint framkvæmdum við 130 m lengingu Norðurgarðs.
    Útgjöld eru áætluð um 61 millj. kr., með markaðsstarfi og án fjármagnskostnaðar.
    Fyrirvari er gerður um að forsendur geti breyst vegna óvissrar stöðu á komandi ári og mun hafnarstjórn þá taka áætlunina til endurskoðunar og leggja til breytingar í viðauka.
    Gert er ráð fyrir um 37 millj.kr. í rekstrarafgang, eftir afskriftir og fjármagnskostnað.

    Sett er fram áætlun um framkvæmdir í nokkrum liðum, þannig að framkvæmdakostnaður ársins 2022 verði samtals allt að 68 millj. kr. sem þýðir allt að 30 millj. kr. lántöku hafnar.

    Helstu framkvæmdir felast í viðgerð á eldri hluta stálþils og á þekju Norðurgarðs. Áfram er gert ráð fyrir fjármunum í deiliskipulagsvinnu á hafnarsvæði, sem er mjög brýnt að fara í.
    Hafnarstjórn leggur til við bæjarstjórn að metinn verði kostnaður við gatnagerð frá Bergþórugötu/Nesvegi og yfir norðanvert hafnarsvæðið austan Nesvegar, í samræmi við skipulag svæðisins.
    Hafnarstjórn mun ljúka við að fylla upp nýja svæðið og gera það akfært milli Framness og hafnarsvæðis. Hafnarstjóra og bæjarstjóra falið að vinna að framkvæmd þessa atriðis.
    Hafnarstjórn - 16 Hafnarstjórn samþykkir samhljóða framlagða tillögu að fjárhagsáætlun Grundarfjarðarhafnar fyrir árið 2022 og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.

    Jafnframt leggur hafnarstjórn til að samtals verði áætlaðar 30 m.kr. nettó í lántöku vegna hafnargerðar og annarra framkvæmda, með fyrirvara um stöðu verkframkvæmda á þessu ári, sem kynnt verður nánar í desember.

    Hafnarstjórn leggur til við bæjarstjórn að gerð verði kostnaðaráætlun fyrir gerð götu í framhaldi af Bergþórugötu og yfir á hafnarsvæði, yfir nýju landfyllinguna.

    Bókun fundar Bæjarstjórn vísar til bæjarráðs tillögu hafnarstjórnar um að unnin verði kostnaðaráætlun fyrir gatnagerð á hafnarsvæði.

    Samþykkt samhljóða.
  • .5 2109024 Gjaldskrár 2022
    Lögð fram tillaga að gjaldskrá Grundarfjarðarhafnar sem taki gildi 1. janúar 2022.

    Almennt er lagt til að gjöld samkvæmt gjaldskránni færist upp um almenna áætlaða verðlagsbreytingu. Sorpgjald hækki í samræmi við aukinn kostnað við málaflokkinn. Aflagjöld eru óbreytt milli ára.
    Hafnarstjórn - 16 Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að gjaldskrá hafnarinnar með áorðnum breytingum og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.

  • Hafnarstjórn - 16 Lögð fram til kynningar endurskoðuð viðbragðsáætlun Grundarfjarðarhafnar sem hlaut staðfestingu Umhverfisstofnunar í apríl sl.
  • Hafnarstjórn - 16 Lagður fram samningur Grundarfjarðarhafnar um aðstoð Slökkviliðs Grundarfjarðar vegna mengunaróhappa í lögsögu hafnarinnar.

    Hafnarstjórn fagnar samningnum.
  • Hafnarstjórn - 16 Lagður fram samningur Slökkviliðs Grundarfjarðar við Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins um aðstoð vegna mengunaróhappa í lögsögu hafnarinnar.

    Hafnarstjórn fagnar samningnum.

  • Hafnarstjórn - 16 Lagður fram ársreikningur Hafnasambands Íslands 2020.
  • Hafnarstjórn - 16 Lögð fram fundargerð 433. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands.
  • Hafnarstjórn - 16 Lögð fram fundargerð 434. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands.
  • Hafnarstjórn - 16 Lögð fram fundargerð 435. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands.
  • Hafnarstjórn - 16 Lögð fram fundargerð 436. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands.
  • Hafnarstjórn - 16 Lögð fram fundargerð 437. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands.
  • Hafnarstjórn - 16 Lögð fram 63. fundargerð stjórnar Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga og ársreikningur samtakanna 2020.
  • Hafnarstjórn - 16 Hafnarstjóri kynnti yfirlit yfir komur skemmtiferðaskipa sumarið 2021. Alls voru 31 skipakoma skemmtiferðaskipa í höfnina.