Lagt er fram erindi húseiganda sem sækir um breytt not húss í hluta af neðri hæð íbúðarhússins að Fagurhólstúni 2, þar sem ætlunin er að setja upp litla verslun með íþróttafatnað. Ekki eru gerðar breytingar á útliti húss, en ætlunin er þó að setja upp skilti á garðvegg innan lóðarmarka. Samþykki eigenda nærliggjandi húsa fylgir með, þ.e. eigenda að Eyrarvegi 17, 20 og 22.
Aðalskipulag tekur ekki sérstaklega á verslun í íbúðarbyggð að öðru leyti en því að vísa í framangreinda grein skipulagsreglugerðar.
Í 2.3.1. gr. byggingarreglugerðar er fjallað um byggingarleyfisskyldar framkvæmdir og segir þar að leyfi þurfi fyrir breyttri notkun húss.
Skipulags- og umhverfisnefnd telur að umsótt, breytt not teljist minniháttar atvinnustarfsemi sem samræmst geti búsetu og fyrirkomulagi í nánasta umhverfi hússins, og að bílastæði séu næg. Samþykki nærliggjandi húsa fylgir.
Nefndin gerir því ekki athugasemdir við umsótta breytingu á notum húss og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum, sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum.
Hvað varðar skilti sem fyrirhugað er að setja upp, sbr. umsókn, þá kemur fram í 2.5.1. gr. byggingarreglugerðar að sækja þurfi um leyfi fyrir skiltum á byggingum ef þau eru yfir 1,5 m² að flatarmáli. Umsækjanda er bent á að leggja fram viðeigandi gögn til byggingarfulltrúa þegar útlit, fyrirkomulag og nánari staðsetning skiltis liggur fyrir.