-
Bæjarráð - 567
Sigurður Valur Ásbjarnarson, skipulags- og byggingarfulltrúi, sat fundinn undir þessum lið.
Farið var yfir fyrirhugaðar framkvæmdir ársins. Einnig rædd mönnun og ráðningarmál fyrir sumarið.
Meðal framkvæmda sem eru í undirbúningi eru:
Gönguvænn Grundarfjörður - endurbætur á gangstéttum og lagning hjólastíga samhliða, hönnun og annar undirbúningur, en lögð er áhersla á að koma gangstéttum á Grundargötu í útboðsferli.
Framkvæmdir við viðgerðir á grunnskóla utanhúss, en fyrr í vikunni fór fram úttekt Eflu á stöðu viðgerða með hliðsjón af ástandsskýrslu sem unnin var 2017. Einnig var gert ástandsmat á íþróttahúsi utanhúss, til undirbúnings ákvarðana um endurbætur á komandi árum.
Rætt var um frágang verks við Fellabrekku 21, vinnu við efnistökuáætlun vegna Hrafnsár, um holræsalagnir, um geymslusvæðið, mögulegar aðgerðir til að drena svæðið kringum ærslabelginn, fyrirhugaðar húsbyggingar og fleira.
Sigurði var þakkað fyrir yfirferðina og fyrir komuna á fundinn.
-
Bæjarráð - 567
Hildur Sæmundsdóttir, fulltrúi Dvalar- og hjúkrunarheimilisins Fellaskjóls, sat fundinn undir þessum lið.
Hildur sagði frá rekstrarstöðu heimilisins, en til stendur að gera við þak dvalarheimilisins, sem er upprunalegt og ráðlagt er að skipta þakinu út vegna leka. Þörf er á ýmiskonar vinnu utanhúss. Stytting vinnuvikunnar hjá starfsfólki, einkum vaktavinnufólki, hefur þau áhrif að kostnaður eykst.
Eins og áður hefur verið rætt í bæjarráði og bæjarstjórn lagði Framkvæmdasjóður aldraðra framlag með viðbyggingu Dvalarheimilisins uppá um 40 millj. kr. eða allt að 40% af kostnaði sem var áætlaður byggingarkostnaður áður en byggingin fór af stað. Ríkið neitaði hinsvegar að leggja frekara framlag með framkvæmdinni, þó að almenna reglan sé sú að ríki greiði allt að 85% kostnaðar og sveitarfélag 15%. Fellaskjól er sjálfseignarstofnun og hafnaði heilbrigðisráðuneytið frekara framlagi á þeim grunni, þó fyrir lægi að það sé sveitarfélagið sem alla tíð hefur greitt byggingarkostnað og afborganir byggingarlána. Þetta mál hefur verið til skoðunar hjá Hildi og Björgu bæjarstjóra.
Fram kom hjá bæjarstjóra að Samband íslenskra sveitarfélaga hefur skv. beiðni bæjarstjóra farið vel ofan í samskipti heilbrigðisráðuneytis og Fellaskjóls. Fyrir liggur bréf til bæjarstjóra þar sem fram kemur það álit sambandsins að rökstuðningur ráðuneytisins fyrir synjun á 85% hlutdeild ríkisins í stofnkostnaði við uppbyggingu Fellaskjóls standist hvorki gagnvart fyrri framkvæmd né þeim lagagrundvelli sem ákvörðun var byggð á.
Ætlunin er að senda ráðuneytinu erindi á næstu dögum með ósk um endurupptöku framangreindrar ákvörðunar þess.
-
Bæjarráð - 567
Hildur Sæmundsdóttir, fulltrúi Fellaskjóls sat fundinn undir þessum lið.
Farið var yfir þær framkvæmdir sem Fellaskjól óskar eftir að Grundarfjarðarbær láti vinna, sem er að útbúa aðkomuveg við neyðarútgang vestanmegin við nýja húsið, vinna við gróðurumhirðu og garðslátt.
Að beiðni bæjarstjóra hefur skipulags- og byggingarfulltrúi áætlað kostnað við aðkomu að húsinu að vestanverðu. Til framtíðar mun þurfa að jarðvegsskipta á svæðinu, gera burðarhæfan akveg að húsinu og malbika.
Bærinn mun aðstoða Fellaskjól með garðslátt í sumar.
-
Bæjarráð - 567
Hildur Sæmundsdóttir, fulltrúi Fellaskjóls sat fundinn undir þessum lið.
Fyrir liggur beiðni frá stjórn Fellaskjóls um nákvæma útsetningu lóðarinnar við Hrannarstíg 20. Einnig um að lóðarmörkum verði breytt að sunnanverðu, frá því sem fram kemur í deiliskipulagi Ölkeldudals.
Skipulags- og byggingarfulltrúi hefur að ósk bæjarstjóra látið mæla lóðina upp og liggja þær mælingar fyrir, en fullgert lóðablað mun berast næstu daga. Þá verður fulltrúi Fellaskjóls boðaður til samtals og frágangs lóðarblaðs.
Hildi var þakkað fyrir komuna á fundinn.
-
Bæjarráð - 567
Lögð fram gögn vegna fyrirkomulags vinnuskóla sumarið 2021 ásamt upplýsingum um laun. Vinnuskólinn er fyrir nemendur sem ljúka 8.-10. bekk grunnskólans og stendur í fimm vikur í upphafi sumars.
Lagt til að 7. bekk standi til boða nám í vinnuskólanum í þrjár vikur sumarið 2021.
Samþykkt samhljóða.
-
Bæjarráð - 567
Lagðar fram uppfærðar reglur um lokað geymslusvæði bæjarins við Hjallatún frá 2015.
Lagt til að ákvæði um gjalddaga verði breytt, þannig að svigrúm sé til að greiða gjald mánaðarlega.
Uppfærðar reglur samþykktar samhljóða.
Bæjarráð óskar eftir því að gjaldskrá verði endurskoðuð, m.a. með hliðsjón af því að tekið verður inn rafmagn á svæðið og settar upp öryggismyndavélar. Tekin verði ákvörðun um gjaldskrá með haustinu.
Bókun fundar
Bæjarstjórn staðfestir afgreiðslu bæjarráðs.
-
Bæjarráð - 567
Lagt fram bréf lóðarhafa á Eyrarvegi 20 þar sem lóðarhafi andmælir greiðslu á hluta kostnaðar sem til féll við skráningu á bílskúr á lóð hans.
Jafnframt lagt fram bréf sem sent var út af skipulags- og byggingarfulltrúa, auk samantekt bókana skipulags- og umhverfisnefndar um málið frá árinu 2006.
Bæjarráð fjallaði um málið. Starfsmönnum skipulags- og byggingarfulltrúaembættis falið að svara erindinu í samræmi við umræður á fundinum.
Samþykkt samhljóða.
-
Bæjarráð - 567
Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.
-
Bæjarráð - 567
Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar jan.-mars 2021. Skv. yfirlitinu hefur greitt útsvar hækkað um 1% miðað við sama tímabil í fyrra. Marsmánuður er hins vegar 13% lægri en mars 2020, en hluti af skýringunni er sú að ríkið dregur frá endurgreiðslur á ofgreiddu útsvari til sveitarfélaganna í mars, apríl og maí.
-
Bæjarráð - 567
Lagt fram yfirlit um heildarfjölda stöðugilda hjá Grundarfjarðarbæ í árslok og samkvæmt ársreikningum 2017, 2018, 2019 og 2020 eftir deildum. Sýndur er mismunur milli ára.
Heildarfjöldi stöðugilda var þannig:
2017: 60,8
2018: 61,9
2019: 61,5
2020: 65,6
Árið 2020 voru fjórir starfsmenn ráðnir í samtals 1,25 stöðugildi á ársgrundvelli í ráðningarátaki og námsmannastörfum sem styrkt voru af Vinnumálastofnun, með greiðslu meirihluta launa til bæjarins.
Árin 2018-2020 voru að jafnaði einn starfsmaður hvert ár í námsleyfi grunnskólakennara sem teljast með stöðugildum, en á móti greiðir Námsleyfasjóður bænum allan launakostnað.
Eftir standa aukin stöðugildi 2020 m.v. 2019 í grunnskóla 1,8, í leikskóla 1,4, markaðs- og menningarmál 0,7, verkamenn og verkstjórn 0,4.
Fækkun er á bæjarskrifstofu um 0,24 stöðugildi og um 0,24 í Sögumiðstöð.
-
Bæjarráð - 567
Lagt fram til kynningar vinnuskjal Lögreglustjórans á Vesturlandi vegna áhættuskoðunar á Vesturlandi 2020.
Bæjarstjóri leggur til að skerpt verði á ákveðnum þáttum í umfjöllun skjalsins, s.s. veikleikum í farsímasambandi á Snæfellsnesi.
-
Bæjarráð - 567
Lagt fram bréf bæjarstjóra til Rarik varðandi spennistöðvarhús og tilheyrandi lóð, efst á Borgarbraut.
-
Bæjarráð - 567
Lagðar fram til kynningar umsóknir bæjarins um styrk vegna fráveituframkvæmda Grundarfjarðarbæjar.
Annars vegar er umsókn vegna blágrænna ofanvatnslausna, þ.e. tvöföldun fráveitukerfis í skólp- og regnvatnslagnir með blágrænum lausnum. Sótt hefur verið um styrk vegna regnvatnslagna, sem verða í formi blágrænna ofanvatnslausna.
Hins vegar vegna útrásar á hafnarsvæðinu sem lengd var fyrr á árinu.
-
Bæjarráð - 567
Lagður fram til kynningar tölvupóstur félagsmálaráðuneytisins, dags. 11. mars sl., þar sem kynnt er að sveitarfélög geti sótt um styrk til aukins félagsstarfs eldri borgara. Einnig tölvupóstur dags. 27. apríl sl., þar sem samþykkt er umsókn bæjarins um fjárframlag til félagsstarfs eldri borgara. Veittur styrkur er um 156 þús. kr. og tekur mið af íbúafjölda 67 ára og eldri.
-
Bæjarráð - 567
Lögð fram til kynningar úttektarskýrsla Earth Check vegna umhverfisvottunar Snæfellsness 2020.
-
Bæjarráð - 567
Lagður fram til kynningar samningur milli Slökkviliðs Grundarfjarðar og Grundarfjarðarhafnar um aðstoð slökkviliðs vegna mögulegra mengunaróhappa. Samningurinn var undirritaður 27. janúar sl.
-
Bæjarráð - 567
Lagður fram til kynningar samningur Slökkviliðs Grundarfjarðar og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins um aðstoð vegna mengunaróhappa.
Bæjarstjóri sagði frá því að slökkviliðsstjóri hafi lokið við endurskoðun brunavarnaráætlunar, sem gildir til fimm ára, og drög væru til yfirlestrar hjá henni. Áætlunin verður kynnt í bæjarráði og síðan send Húsnæðis- og mannvirkjastofnun til staðfestingar.
Eldri brunavarnaáætlun var unnin 2015.
-
Bæjarráð - 567
Lagður fram til kynningar ársreikningur Golfklúbbsins Vestarrs vegna ársins 2020 ásamt fundargerð aðalfundar.
-
Bæjarráð - 567
Lagður fram til kynningar ársreikningur Artaks ehf. vegna ársins 2020.