Eigandi efri hæðar að Grundargötu 30 leggur fram teikningar vegna stækkunar á svölum. Gert er ráð fyrir að svalir lengist um 2 m til vesturs (ofan aðalinngangs í húsið) samtals um 18,3 m2.
Skipulags- og umhverfisnefnd óskar eftir að umrædd framkvæmd verði grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum að Grundargötu 29, þar sem breyting telst ekki óveruleg skv. leiðbeiningarblaði 8a gefið út af Skipulagsstofnun, sbr. grein 2.3.4. gr. í byggingarreglugerð nr. 112/2012, hvað varðar útsýni. Einnig skuli liggja fyrir skriflegt samþykki annarra eigenda hússins fyrir umræddri breytingu, sbr. 1. mgr. 30. gr. laga nr. 26/1994 um fjöleignarhús.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingarleyfi að uppfylltum ofangreindum skilyrðum, berist ekki athugasemdir í grenndarkynningu, og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi, sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum.
Einnig skuli liggja fyrir skriflegt samþykki annarra eigenda hússins fyrir umræddri breytingu, sbr. 1. mgr. 30. gr. laga nr. 26/1994 um fjöleignarhús.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingarleyfi að uppfylltum ofangreindum skilyrðum, berist ekki athugasemdir í grenndarkynningu, og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi, sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum.