Hafsteinn Garðarsson hafnarstjóri var gestur á fundinum undir þessum lið og var hann boðinn velkominn.
Til stendur að endurnýja eldri hluta þekju á Norðugarði á um 1200 m2 svæði um miðbik Norðurgarðs. Framkvæmdin verður að líkindum unnin í vor og haust.
Í tengslum við þessa framkvæmd skapast möguleiki á að endurleggja olíu- og vatnslagnir undir þekjunni.
Olíudreifing hyggst endurnýja olíulögn frá olíutönkum á Nesvegi 4b og Nesvegi 10 að olíubrunni á Norðurgarði.
Samhliða verða eldri olíulagnir aflagðar en þær liggja annars vegar frá tanki á lóð 4b yfir lóðir 4a og 4 og austur eftir Norðurgarði, og hinsvegar úr tanki á lóð 10 suður eftir Nesvegi og fyrir húshorn gamla hraðfrystihússins við Nesveg 4 og sömuleiðis austur eftir Norðurgarðinum.
Sömuleiðis hyggjast Veitur ohf. endurnýja vatnslögn/lagnir fram á Norðurgarð og breyta legu þeirra.
Fyrirhugaðar lagnaframkvæmdir kalla á breytingu á gildandi deiliskipulagi þar sem að breyting á legu lagnanna kallar á nýjar kvaðir sem verða að mestu um Norðurgarð, hafnarsvæði og götu, en liggja að hluta til yfir lóðir.
Gestir
- Hafsteinn Garðarsson, hafnarstjóri - mæting: 17:23
Skipulags- og umhverfisnefnd telur, með hliðsjón af framkomnum upplýsingum, að hér sé um að ræða óverulega breytingu á deiliskipulagi fyrir Framnes austan Nesvegar, skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að halda áfram vinnu við undirbúning tillögu um málið.
Hafsteinn vék af fundi kl. 18:11 og var honum þakkað fyrir komuna og veittar upplýsingar.