Málsnúmer 2102027

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 565. fundur - 23.03.2021

Fyrir fundinum lá samningur um snjómokstur á grunni útboðs.
Samningurinn gildir frá október 2017 til 15. júní 2021. Samkvæmt 18 grein í útboðsgögnum, sem eru hluti samningsins, er heimilt að framlengja samninginn um eitt ár í senn, eftir að samningstíma lýkur.

Valgeir Magnússon, verkstjóri áhaldahúss, kom inná fundinn gegnum Teams undir þessum dagskrárlið.

Lagt fram erindi Vetrarþjónustunnar ehf. með boði um að núverandi samningur verði framlengdur. Jafnframt lagðar fram upplýsingar um kostnað við snjómokstur á gildistíma samningsins.

Farið var yfir reynsluna af þeim samningi sem í gildi er.

Bæjarráð samþykkir samhljóða framlengingu samningsins um eitt ár. Bæjarstjóra falið að ræða við samningsaðila og ganga frá samningi á þessum grunni.

Gestir

  • Valgeir Magnússon - mæting: 15:20

Bæjarstjórn - 251. fundur - 22.09.2021

Fyrr í sumar var tekið fyrir erindi Vetrarþjónustunnar ehf. og samþykkt í bæjarráði, um að framlengja samning um snjómokstur um eitt ár. Nú liggur fyrir nýtt erindi þar sem Vetrarþjónustan ehf. óskar eftir að losna frá fyrirhugaðri framlengingu samnings.

Lagt til að bæjarstjóra verði falið, ásamt verkstjóra áhaldahúss, að skoða hvort grundvöllur sé fyrir því að semja við nokkra verktaka samhliða, til eins árs, um snjómokstur. Slíkt fyrirkomulag var viðhaft fyrir nokkrum árum og byggist á því að fleiri en einn séu tiltækir í snjómokstur með ákveðnu skipulagi, undir verkstjórn bæjarverkstjóra.

Samþykkt samhljóða.