Fyrir fundinum lá samningur um snjómokstur á grunni útboðs.
Samningurinn gildir frá október 2017 til 15. júní 2021. Samkvæmt 18 grein í útboðsgögnum, sem eru hluti samningsins, er heimilt að framlengja samninginn um eitt ár í senn, eftir að samningstíma lýkur.
Valgeir Magnússon, verkstjóri áhaldahúss, kom inná fundinn gegnum Teams undir þessum dagskrárlið.
Gestir
- Valgeir Magnússon - mæting: 15:20
Farið var yfir reynsluna af þeim samningi sem í gildi er.
Bæjarráð samþykkir samhljóða framlengingu samningsins um eitt ár. Bæjarstjóra falið að ræða við samningsaðila og ganga frá samningi á þessum grunni.