Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga (FSS) með upplýsingum um að geðheilsuteymi fyrir fólk með þroskahömlun og skyldar raskanir hafi verið stofnað, þar sem heilbrigðisráðuneytið hefur veitt Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins 108 millj. kr. fjárframlag í eitt ár til stofnunar og reksturs geðheilsuteymis sem mun starfa á landsvísu.
Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga (FSS) annast alla þjónustu við fólk með fötlun sem búsett er í aðildarsveitarfélögum FSS, þ.e. Snæfellsbæ, Grundarfjarðarbæ, Stykkishólmsbæ, Helgafellssveit og Eyja- og Miklaholtshreppi. Tengiliðir FSS við verkefnið verða af hálfu FSS þau Jón Haukur Hilmarsson, ráðgjafarþroskaþjálfi og fagstjóri þjónustu við fólk með fötlun, og Ingveldur Eyþórsdóttir, yfirfélagsráðgjafi.
Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga (FSS) annast alla þjónustu við fólk með fötlun sem búsett er í aðildarsveitarfélögum FSS, þ.e. Snæfellsbæ, Grundarfjarðarbæ, Stykkishólmsbæ, Helgafellssveit og Eyja- og Miklaholtshreppi. Tengiliðir FSS við verkefnið verða af hálfu FSS þau Jón Haukur Hilmarsson, ráðgjafarþroskaþjálfi og fagstjóri þjónustu við fólk með fötlun, og Ingveldur Eyþórsdóttir, yfirfélagsráðgjafi.