Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 100. fundar íþrótta- og æskulýðsnefndar.
Bæjarstjórn færir nefndinni þakkir fyrir ötult starf og frumkvæði í verkefnum sínum, ekki síst undirbúningi að uppbyggingu Þríhyrnings, sem spennandi er að sjá hvernig er að þróast.
.12003010Frisbígolf
Farið var yfir stöðuna vegna uppsetningar á frisbígolfvelli.
Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 100Starfsmenn áhaldahúss hafa sett upp 5 körfur af þeim 9 sem tilheyra frisbígolfvelli sem búið er að skipuleggja í bænum. Til stendur að setja niður síðustu körfurnar á næstunni. Skilti með yfirlitsmynd yfir völlinn mun koma þegar allar körfurnar hafa verið settar upp.
Nefndin ræddi um framkvæmdina. Nefndin óskar eftir því að yfirlitsmynd verði sett fram á vef bæjarins þegar unnt verður og að frisbígolfvöllurinn verði kynntur fyrir íbúum þegar allt verður komið upp. Bent verði á leiðbeiningar og reglur á aðgengilegum stað.
Ennfremur rætt um að diskar verði aðgengilegir og fáist til leigu á góðum stað, helst sem næst tjaldsvæðinu.
Gestir fundarins voru Herborg Árnadóttir arkitekt og Sigurður Valur Ásbjarnarson skipulags- og byggingarfulltrúi. Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 100Herborg fór yfir hugmyndir að nánari útfærslu þeirrar hönnunar sem nefndin hefur unnið með og áfangaskiptingu verksins. Rætt um ýmsa þætti hönnunarinnar og útfærslur, sem og framkvæmdina.
Í ár eru ætlaðar 3 millj.kr. í fjárhagsáætlun í uppbyggingu Þríhyrningsins. Auk þess hefur fyrirtækið G.Run ánafnað fjármunum til kaupa á leiktækjum, og Uppbyggingarsjóður Vesturlands veitt styrk til að undirbúa skilti um sögu Þríhyrningsins.
Fram kom að ekki þarf að skipta um jarðveg á svæðinu.
Að loknum umræðum var Herborgu þakkað fyrir kynninguna og henni og Sigurði Val þakkað fyrir komuna. Viku þau hér af fundi.
Nefndin setur sér fyrir eftirfarandi verkefni:
* Nefndarmenn munu skoða og gera tillögur um val leiktækja á leiksvæðið * RDB mun skoða með plöntun trjáa, í samræði við umræður fundarins * Nefndin mun fara í Þríhyrning og skoða aðstæður með skipulags- og byggingarfulltrúa og verkstjóra áhaldahúss, með mótun svæðisins í huga sbr. hönnunartillögur sem unnið hefur verið með * Björg mun ræða við G.Run um styrkinn til leiktækja * Björg mun taka hugmyndir framsettar og ræddar á fundinum og leggja drög að kostnaðarútreikningum framkvæmdar - í framhaldinu verður endanlega ákveðin áfangaskipting * IEB og RDB munu ræða við fulltrúa Kvenfélagsins sem hefur sýnt áhuga á að koma að plöntun villigróðurs í garðinn * Nefndarmenn munu leita fyrir sér með hönnun á skilti, í samræmi við umræður fundarins * Nefndarmenn munu leita til bæjarbúa og annarra sem til þekkja, eftir upplýsingum, minningum og heimildum (t.d. ljósmyndum) um sögu Þríhyrningsins. Auglýst verður opinberlega eftir þessu.
Vinna þarf betur að hugmyndum um lýsingu í garðinum. Hönnun og tillögur um Þríhyrninginn verða kynntar fyrir nágrönnum og íbúum á Teams fljótlega.
.32009030Íþróttamaður Grundarfjarðar 2020
Ákvörðun nefndarinnar í lok síðasta árs var að velja ekki íþróttamann Grundarfjarðar 2020, þar sem íþróttastarf var í lágmarki vegna Covid-19 á árinu. Íþróttafélög gátu haldið úti mismiklu starfi; æfingum og keppnum og því var þetta ákveðið.
Í framhaldinu var ákveðið að heiðra í staðinn einstaklinga og/eða jafnvel fyrirtæki sem gert hafa mikið fyrir íþróttastarf.
Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 100Nefndin ræddi og mótaði hugmynd um að heiðra einstaklinga sem hafa lagt mikið af mörkum í starfi í baklandi íþrótta- og æskulýðsfélaga. Hugmyndin sett á blað og bæjarstjóra falið að senda til umsagnar hjá íþrótta- og æskulýðsfélögum og gefa 10-14 daga, ef einhverjar athugasemdir eru við útfærsluna.
Stefnt verði að því að veita viðurkenningar/þakkir á Sumardaginn fyrsta.
.41810006Samskipti og kynning íþróttafélaga hjá íþr. og æskulýðsnefnd
Framhald umræðu nefndarinnar um samtal við fulltrúa íþróttafélaga og æskulýðssamtaka. Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 100Nefndin hafði áður fengið fulltrúa UMFG inná fund til sín. Í tengslum við vinnu bæjarins að stefnumótun sem fram fór 2019-2020 var haldinn fundur með íþróttafélögum. Til hefur staðið að óska eftir fundi með fleiri félögum.
Nefndin mun óska eftir sameiginlegum fundi með íþróttafélögum og æskulýðssamtökum.
Bæjarstjóra falið að stilla upp fyrirkomulagi á fundi, í samræmi við umræður fundarins. Gert verði ráð fyrir kynningum af hálfu félaganna og umræðum á eftir, út frá fyrirfram mótuðum spurningum.
Fundur verði haldinn um eða uppúr miðjum mars, dagsetning til nánari skoðunar. Leitað verði til félaganna um heppilega dagsetningu.
.51810008Markmið íþrótta- og æskulýðsnefndar
Rætt um fræðslumál fyrir ungt fólk.Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 100Ragnheiður Dröfn sagði frá því að nýstofnað væri "Hinsegin Vesturland" sem hefur það að markmiði að fræða unglinga/ungt fólk út frá þeim útgangspunkti að vinna gegn fordómum og að ungt fólk eigi að "þora að vera það sjálft".
Einnig er vefurinnn otila.is (Hinsegin frá Ö til A) með margvíslegri fræðslu.
Rætt um þörf fyrir fræðslu og að vinna gegn fordómum.
-- Ragnheiður sagði frá starfi félagsmiðstöðvarinnar Eden, sem hún stýrir.
Til stendur að halda söngkeppnina SamVest (félagsmiðstöðvar á Vesturlandi) í Grundarfirði 15. apríl nk. Félagsmiðstöðvarnar í Grundarfirði og Stykkishólmi standa saman að þeim undirbúningi.
Nýir sófar eru komnir í sameiginlegt rými á unglingastigi í grunnskólanum. Rýmið er nú að hluta til nýtt fyrir starf félagsmiðstöðvarinnar.
.62102017Þróun öryggisnámskeiða fyrir vinnuskóla
Vís bauð Grundarfjarðarbæ að taka þátt í þróun öryggisnámskeiða fyrir vinnuskóla. Tveir kennarar við Keili sjá um þá vinnu, í samstarfi við VÍS.
Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 100Bæjarstjóri sagði frá verkefni sem farið er af stað þar sem Grundarfjarðarbær tekur þátt í þróun námskeiða sem verða í boði fyrir vinnuskóla sveitarfélaganna.
Bæjarstjórn færir nefndinni þakkir fyrir ötult starf og frumkvæði í verkefnum sínum, ekki síst undirbúningi að uppbyggingu Þríhyrnings, sem spennandi er að sjá hvernig er að þróast.