Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 99. fundar íþrótta- og æskulýðsnefndar.
.12012037Ungmennafélag Grundarfjarðar - aðstaða fyrir rafíþróttir og húsnæðismál Félagsmiðstöðvarinnar Eden
Til skoðunar er, að beiðni bæjarráðs, erindi sem snýr að húsnæði og aðstöðu fyrir Félagsmiðstöðina Eden og tengist erindi UMFG um aðstöðu fyrir rafíþróttir.Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 99Bæjarráð hafði óskað eftir því að íþrótta- og æskulýðsnefnd tæki til skoðunar húsnæðismál og aðstöðu Félagsmiðstöðvarinnar Eden. Til skoðunar hafa verið húsnæðismál í framhaldi af beiðni stjórnar UMFG um aðstöðu fyrir rafíþróttastarf sem hleypa á af stað á komandi ári.
Sú hugmynd hefur komið upp, að félagsmiðstöð fái aðstöðu í grunnskóla, auk þess að nýta aðstöðu í samkomuhúsi og Sögumiðstöð, en þar er verið að vinna að breytingum á húsnæði og rými, þannig að það nýtist betur fyrir margvíslegt menningar- og félagsstarf. Félagsmiðstöðin hefur verið með aðstöðu í húsnæði sveitarfélagsins að Borgarbraut 18 og er hugmynd um að UMFG fái það til afnota fyrir rafíþróttastarf.
Húsnæði grunnskólans, neðri hæð, var skoðað með tilliti til þess hvernig nýta mætti rými þar fyrir félagsstarf á vegum Eden. Rætt var um útfærslu og það sem hafa þyrfti í huga í þessu sambandi. Ákveðin samlegð er í því fólgin að nýta rýmið fyrir félagsstarf unglinga, en einnig fylgja því áskoranir og forðast þarf árekstra. Rætt var, að kostir séu við það að dreifa starfseminni og hafa úr ólíku húsnæði að velja fyrir félagsstarf unglinganna, s.s. samkomuhús, íþróttahús, Sögumiðstöð-Bæringsstofu, o.fl.
Ragnheiður forstöðumaður Eden lagði áherslu á það að hafa þyrfti unglingana með í ráðum um fyrirkomulag og að meta þyrfti reynsluna.
Fundarmenn voru sammála um að vanda þyrfti til útfærslu á þessu fyrirkomulagi og samskipta sem því fylgja og einnig að meta þyrfti reynsluna jafnóðum. Taka þyrfti stöðuna næst vorið 2021.
Íþrótta- og æskulýðsnefnd er jákvæð fyrir því að þetta fyrirkomulag verði prófað, en leggur áherslu á að vel verði staðið að breytingum, leitað eftir afstöðu unglinganna sjálfra og metið hvernig þetta muni ganga.