Lagt fram erindi Almennu umhverfisþjónustunnar ehf., dags. 24. nóvember 2020, með ósk um að fá að geyma efni á námusvæðinu í Lambakróarholti.
Skipulags- og byggingarfulltrúi leggur fyrir bæjarstjórn minnisblað um skoðun sína á þessu efni, annars vegar minnisblað Alta um námusvæði í Lambakróarholti og hins vegar almennt um efnisnám í sveitarfélaginu, sbr. áður gerða umfjöllun undir lið nr. 6 á þessum fundi.
Eins og námusvæðið er núna, þ.e. gamla námusvæðið og E-3 (sjá mynd 4, fullnýtt námusvæði, frágangssvæði og efnistökusvæði E-3), þá er fremur skýlt innan svæðisins og svæðið vel afmarkað með mönum. Við ákvörðun um frágang á efnistökusvæðinu, áfangaskiptingu hans og notkun á námugólfinu er nauðsynlegt að horfa til samtengingar þessara tveggja svæða.
Allir tóku til máls.
Bæjarstjórn tekur jákvætt í erindið, en tekur undir tillögu í minnisblaði frá byggingarfulltrúa þar sem segir:
Áður en ákvörðun er tekin varðandi leigu á svæði í námunni til efnisvinnslu eða geymslu, þá verði kortlagt hversu stórt svæði þessir aðilar munu þurfa. Einnig verði áætlað hversu umfangsmikil efnistaka í Lambakróarholti kann að vera og hve hratt hún muni ganga fyrir sig. Á grunni þess verði skoðað hvort og hversu stórt svæði verði hægt að leigja út í námunni, eftir því sem svigrúm skapast þar.
Bæjarstjórn felur skipulags og byggingarfulltrúa að ljúka þeirri skoðun og samþykkir erindi Almennu umhverfisþjónustunnar ehf. Bæjarstjórn felur skipulags- og byggingarfulltrúa umsjón málsins og umboð til útleigu á námusvæðinu, eftir því sem niðurstöður skoðunar gefa svigrúm til, með vísan til ofangreinds og til bókunar undir lið 6 á dagskrá fundarins.
Áður en unnt er að úthluta geymslusvæði í námunni þarf núverandi verktaki í lengingu Norðurgarðs að klára frágang í námunni og skila henni af sér.
Tillaga um gjaldtöku verði lögð fyrir bæjarstjórn til samþykktar.