Eigandi að Grundargötu 28, miðhæð og efri hæð, óskar eftir leyfi nefndar til að setja í nýja glugga - viðbót - á norðvesturhlið hússins.Skipulags- og umhverfisnefnd - 224Lagðar fram teikningar ásamt umsókn um leyfi vegna útlitsbreytingar á húsi að Grundargötu 28. Um er að ræða ísetningu nýrra glugga á norðvesturhlið hússins, á miðhæð og efrihæð.
Skipulags- og umhverfisnefnd óskar eftir að umrædd framkvæmd verði grenndarkynnt fyrir nærliggjandi lóðarhöfum þar sem breyting telst ekki óveruleg vegna innsýnar, sjá leiðbeiningarblað 8a gefið út af Skipulagsstofnun, sbr. 2.3.4. gr. í byggingarreglugerð nr. 112/2012. Einnig skuli liggja fyrir samþykki allra eigenda fjölbýlishússins fyrir umræddri breytingu sbr. 1. mgr. 30. gr. laga nr. 26/1994 um fjöleignarhús.
Byggingarleyfi samþykkt að uppfylltum ofangreindum skilyrðum. Bókun fundarBæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
Lögð fram umsókn um byggingarleyfi v/Fellabrekku 5 ásamt tillögu að teikningum að húsi.Skipulags- og umhverfisnefnd - 224Valdimar Ásgeirsson og Rósa Guðmundsdóttir leggja fram teikningar af einbýlishúsi til byggingar á lóðinni Fellabrekku 5 ásamt umsókn um byggingarleyfi.
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna fyrirhugaða byggingu á lóðinni til nærliggjandi lóðarhafa eða þeirra sem gætu átt hagsmuni að gæta sbr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Um er að ræða eigendur að Fellabrekku 3 og Hellnafell 2 og 4.Bókun fundarRG vék af fundi undir þessum lið.
Til máls tóku JÓK, UÞS, GS og BÁ.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
Á fundi bæjarstjórnar þann 14. janúar sl. fól bæjarstjórn skipulags- og umhverfisnefnd að skoða gildandi deiliskipulag á iðnaðarsvæði. Skipulags- og umhverfisnefnd - 224Í minnisblaði um stöðu efnis í efnisnámu í Lambakróarholti, dags. 14.01.2021, var fjallað um iðnaðarsvæðið (merkt I-1 í nýja aðalskipulaginu) og um Lambakróarholtsnámu (merkt E-3 í aðalskipulaginu nýja) og sagði m.a.:
"Lagt er til að deiliskipulagið verði endurskoðað og það stækkað þannig að það nái yfir báða landnotkunarreitina í heild þ.e. I-1 og E-3. Þannig verður hægt að tryggja heildarsýn varðandi uppbyggingu til framtíðar, sveigjanlegt iðnaðarhúsnæði, gatna- og veitukerfi sem gengur upp og hagkvæma nýtingu þessa dýrmæta og vel staðsetta iðnaðarsvæðis.
Um þetta bókaði bæjarstjórn að hún samþykkti að fela skipulags- og umhverfisnefnd að skoða skipulagið m.t.t. þessarar ábendingar.
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að hefja vinnu við endurskoðun á deiliskipulagi fyrir iðnaðarsvæði.
Bókun fundarBæjarstjórn þakkar skipulags- og umhverfisnefnd fyrir skoðunina. Forseti vísar til þess að á árinu 2021 sé verið að ljúka við breytingu á deiliskipulagi fyrir Ölkeldudal og að í fjárhagsáætlun ársins, A-hluta og B-hluta (hafnarsjóður) sé gert ráð fyrir fjármagni í vinnu við gerð deiliskipulags fyrir Framnes og hafnarsvæði austan Nesvegar. Hann leggur til að breytingar á deiliskipulagi iðnaðarsvæðis verði skoðaðar á komandi hausti í vinnu við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2022 og staðan metin þá, nema að forsendur breytist frá því sem nú er varðandi iðnaðarsvæðið og námu.
Skipulags- og umhverfisnefnd frestaði málinu á 193. fundi sínum. Eftir nánari skoðun á breytingu á deiliskipulagi að Hálsi er ekki gerð athugasemd við afgreiðslu þess. Óskað er eftir samþykkt nefndar um að klára deiliskipulagið.Skipulags- og umhverfisnefnd - 224Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að klára breytingu á deiliskipulagi. Bókun fundarBæjarstjóri sagði frá því að skipulags- og byggingarfulltrúi hafi leitað til Skipulagsstofnunar og skipulagsráðgjafa varðandi málsmeðferð. Að þeirri skoðun lokinni leggur skipulags- og byggingarfulltrúi til að tillaga að umræddri breytingu deiliskipulags verði auglýst sem óveruleg breyting, sbr. framlagt erindi skipulags- og byggingarfulltrúa í tölvupósti.
Forseti ber upp þá viðbótartillögu.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar með þeirri útfærslu sem skipulags- og byggingarfulltrúi leggur til.
Lagt fram til kynningar uppkast að breytingum innanhúss í Sögumiðstöðinni.
Bæjarstjóri fól skipulags- og byggingarfulltrúa að rýna gögnin og gefa leiðbeiningar um leyfisskyldu og kröfur um teikningar.Skipulags- og umhverfisnefnd - 224Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í framlagðar hugmyndir að breytingu á Sögumiðstöð og hugmynd Inga Hans að samfélagsmiðstöð. Skipulags- og byggingarfulltrúi hefur óskað eftir teikningum og verða þær lagðar fram fyrir nefnd þegar þær berast.
Óskað er eftir stofnun lóða í landi Hallbjarnareyrar, breytingu á nöfnum eldri lóða ásamt uppfærslu á stærðum og mörkum í landeignaskrá / Þjóðskrá.Skipulags- og umhverfisnefnd - 224Lagt fram til kynningar.
Skipulagsstofnun óskaði eftir umsögn um tillögu að viðauka við landsskipulagsstefnu 2015-2026 sem auglýst var til kynningar ásamt umhverfismati í samræmi við lög nr. 123/2010. Umsögn lögð fram eins og hún var send, eftir umsögn nefndarmanna í byrjun janúar.Skipulags- og umhverfisnefnd - 224Lagt fram til kynningar.
Lagðar fram til kynningar, ábendingar frá HMS um ábyrgð byggingarstjóra og heimild fyrirtækja til að starfa sem slíkir.Skipulags- og umhverfisnefnd - 224Lagt fram til kynningar.