Í febrúar 2021 samþykkti bæjarráð/bæjarstjórn samningsþátttöku í stofnun sameiginlegs embættis skipulags- og byggingarfulltrúa (umhverfis- og skipulagssvið) fyrir fjögur (nú þrjú) sveitarfélög á Snæfellsnesi, með Stykkishólmsbæ og Helgafellssveit, nú Sveitarfélagið Stykkishólmur, og Eyja- og Miklaholtshreppi.
Fyrir liggur nú úttekt HLH Ráðgjafar, maí 2023; greining á verkefnum umhverfis- og skipulagssviðs og tillögur um starfsemi og stjórnun sviðsins, samræmingu milli sveitarfélaga og fleira.
Ennfremur liggur fyrir bréf sviðsstjóra (12. júní 2023) með tillögum um fyrirkomulag á sviðinu og stöðugildi, yfirlit yfir verkefni sviðsins (maí 2023) og áður fram komið bréf/yfirlit sviðsstjóra um stöðugildi, með samanburði við annað sveitarfélag (nóvember 2022).
Lagt til að bæjarstjóra sé falið að vinna áfram að undirbúningi. Skýrsla HLH ehf. verði lögð fyrir bæjarráð/bæjarstjórn þegar hún verður fullbúin.
Samþykkt samhljóða.