Bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar, f.h. bæjarins, tilkynnir efnistöku á 49.500 m3 efnis af 24.900 m2 svæði, úr Hrafná í landi Hrafnkelsstaða í Grundarfjarðarbæ, í samræmi við 2. mgr. 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum. nr. 106/2000, til ákvörðunar um matsskyldu framkvæmdarinnar. Fyrirhuguð efnistaka fellur undir framkvæmdir í flokki C, sbr. 1. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000.
Jafnframt er sótt um framkvæmdaleyfi fyrir efnistökunni á grunni stefnu Aðalskipulags Grundarfjarðar 2019-2039, sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Framkvæmdaraðili er Grundarfjarðarbær, sem jafnframt er eigandi þess lands sem um ræðir, þ.e. jarðarinnar Hrafnkelsstaða.
Lögð fram vinnugögn um rofvarnir og efnistöku í Hrafná og mögulegar leiðir.