Málsnúmer 2010044

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 243. fundur - 26.11.2020



Lagður fram til kynningar tölvupóstur félagsmálaráðuneytisins, dags. 26. október sl., þar sem kynnt er samræmd móttaka flóttafólks, sem er í undirbúningi hjá ráðuneytinu í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og fleiri aðila. Leitað er til sveitarfélaga um þátttöku í tilraunaverkefni.

Um er að ræða reynsluverkefni til eins árs, um samræmda móttöku flóttafólks, hjá móttökusveitarfélögum. Úttekt á verkefninu verður gerð til þess að leggja mat á verkefnið og greina nánar þörf fyrir úrbætur.