Í tilefni þess að 100 ár voru liðin frá fæðingu Guðmundar Runólfssonar þann 9. október sl., færðu eigendur fjölskyldufyrirtækisins Guðmundur Runólfsson hf. gjafir til góðra verkefna og félagasamtaka í bænum.
Verkefni um uppbyggingu útikennslu- og fjölskyldugarðs í Þríhyrningi, á vegum Grundarfjarðarbæjar, var meðal þeirra verkefna sem hlutu fjárstyrk. Styrkurinn á að renna til kaupa á leiktækjum í Þríhyrningi fyrir unga sem aldna.
Íþrótta- og æskulýðsnefnd flytur eigendum fyrirtækisins innilegar þakkir fyrir gjöfina, sem mun koma sér vel við uppbyggingu Þríhyrningsins.
Verkefni um uppbyggingu útikennslu- og fjölskyldugarðs í Þríhyrningi, á vegum Grundarfjarðarbæjar, var meðal þeirra verkefna sem hlutu fjárstyrk. Styrkurinn á að renna til kaupa á leiktækjum í Þríhyrningi fyrir unga sem aldna.
Íþrótta- og æskulýðsnefnd flytur eigendum fyrirtækisins innilegar þakkir fyrir gjöfina, sem mun koma sér vel við uppbyggingu Þríhyrningsins.