Málsnúmer 2010003F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 244. fundur - 10.12.2020

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fundargerð 98. fundar íþrótta- og æskulýðsnefndar.
  • .1 1908016 Þríhyrningur - hugmyndir, hönnun, endurbætur
    Framhald vinnu og umræðu á síðasta fundi nefndarinnar.
    Gestur fundarins undir þessum lið var Herborg Árnadóttir, arkitekt, sem unnið hefur að útfærslu hugmynda sem nefndin hefur unnið með.

    Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 98 Farið var yfir hönnunartillögur sem unnar hafa verið.
    Eftir síðasta fund nefndarinnar voru settar fram tillögur um uppbyggingu í Þríhyrningnum sem lagðar voru fram til kynningar á 242. fundi bæjarstjórnar þann 8. október sl.
    Tillögurnar hafa einnig verið kynntar á vef bæjarins. Sjá slóð hér:
    https://www.grundarfjordur.is/is/mannlif/vidburdir-og-utivist/uppbygging-thrihyrningsins

    Farið var yfir og rætt nánar um útfærslu einstakra þátta tillögunnar, s.s. um gerð leiktækja, um útfærslu útisviðs og brekku, um aðstöðu til útikennslu. Ósk er uppi um að þak verði sett yfir borð/bekki sem ætluð eru nemendum meðal annarra, þar sem það myndi auka á notagildi aðstöðunnar fyrir útikennslu.

    Herborg mun vinna úr umræðum fundarins. Ætlunin er að stilla upp kostnaðarmati og tillögu um forgangsröðun í uppbyggingu, þannig að velja megi heppilega áfanga til að byrja á.

    Herborgu var þakkað fyrir komuna á fundinn og fyrir góða yfirferð og umræður.
    Bókun fundar Bæjarstjórn þakkar Guðmundi Runólfssyni hf. fyrir veglegan styrk til leiktækjakaupa í Þríhyrningi. Styrkurinn var veittur í tilefni 100 ára fæðingarafmælis Guðmundur Runólfssonar.

    Til máls tóku JÓK, HK, SÞ og UÞS.
  • .2 2010011 Grundarfjarðarbær - Styrkur frá G.Run vegna Þríhyrnings
    Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 98 Í tilefni þess að 100 ár voru liðin frá fæðingu Guðmundar Runólfssonar þann 9. október sl., færðu eigendur fjölskyldufyrirtækisins Guðmundur Runólfsson hf. gjafir til góðra verkefna og félagasamtaka í bænum.

    Verkefni um uppbyggingu útikennslu- og fjölskyldugarðs í Þríhyrningi, á vegum Grundarfjarðarbæjar, var meðal þeirra verkefna sem hlutu fjárstyrk. Styrkurinn á að renna til kaupa á leiktækjum í Þríhyrningi fyrir unga sem aldna.

    Íþrótta- og æskulýðsnefnd flytur eigendum fyrirtækisins innilegar þakkir fyrir gjöfina, sem mun koma sér vel við uppbyggingu Þríhyrningsins.
  • .3 2010001 Reglur um kjör íþróttamanns Grundarfjarðar - endurskoðun
    Lögð fram viðbrögð íþróttafélaga við beiðni um umsögn um reglur um kjör íþróttamanns Grundarfjarðar.
    Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 98 Íþrótta- og æskulýðsnefnd sendi íþróttafélögum í Grundarfirði póst þann 27. september sl. þar sem óskað var eftir áliti þeirra á þörf fyrir breytingar á reglum um kjör íþróttamanns Grundarfjarðar.

    Eftirfarandi athugasemdir bárust:

    Golfklúbburinn Vestarr:
    - Telur reglurnar sem slíkar mjög góðar.
    - Spurning sé með faglegt mat, með hvaða hætti mat við kosninguna eigi að fara fram. Hvað eigi að greiða mörgum atkvæði, eigi að raða í sæti við kosninguna, o.fl.

    Stjórn UMFG:
    - Vangaveltur um faglegt mat á tilnefningunum, hvernig það fari fram.
    - Telur að val á íþróttamanni Grundarfjarðar, undirbúningur og kosning eigi að vera alfarið í höndum íþrótta- og æskulýðsnefndar, sbr. íþróttamaður ársins sem valinn er af félagi íþróttafréttamanna, en ekki af félögunum sjálfum né íþróttasamböndum. Rök: óljóst sé hver á að tilnefna íþróttamenn hjá UMFG; er það stjórnin, þjálfarar, meistaraflokkar eða foreldraráð.
    - Gera eigi því hærra undir höfði að vera íþróttamaður Grundarfjarðar og leggja meiri vinnu í kringum undirbúning og kynningu heldur en verið hefur. Dæmi um útfærslu gæti verið að íþrótta- og æskulýðsnefnd fari og hitti t.d. þjálfara, ræði við stjórnir allra félagasamtaka, og safni t.d. 2-3 nöfnum í pottinn frá hverju félagi.
    - Þetta gefi nefndinni meiri möguleika að leggja hlutlaust mat á valið í stað þess að fulltrúar frá hverju félagi auk nefndarinnar komist að niðurstöðu.
    - Treysta eigi íþrótta- og æskulýðsnefnd til að taka bestu ákvörðunina.
    Ástæða breytinga sé sú að Grundarfjarðarbær beri ábyrgð á þessum verðlaunum/tilnefningum og bærinn eigi að ganga úr skugga um að þetta sé rétt og vel gert. Taka eigi ábyrgðina af félagasamtökum og að stjórn eins og hjá UMFG eigi ekki að svara fyrir þessa ákvörðun ár hvert.

    Einnig athugasemd við orðalag 2. gr.
    - Regla þar sem segir: "Viðkomandi hafi lögheimili í Grundarfjarðarbæ og sé á fimmtánda aldursári."
    - Lagfæri eigi orðalagið. Þetta hljómi eins og aðilinn verði að vera 15 ára, hvorki yngri né eldri. Mætti vera "eigi yngri en á fimmtánda aldursári" eða "á fimmtánda aldursári og eldri".

    ---
    Íþrótta- og æskulýðsnefnd þakkar fyrir innsendar ábendingar.

    Í ljósi þessara svara, og eftir umræður í nefndinni, telur íþrótta- og æskulýðsnefnd ástæðu til að gefa sér rýmri tíma í að yfirfara reglur um kjör íþróttamanns Grundarfjarðar og útfæra mögulegar breytingar. Í ár fari því kjör íþróttamanns Grundarfjarðar fram í samræmi við þær reglur sem í gildi eru.

    Samþykkt samhljóða.

    Til áframhaldandi vinnslu hjá nefndinni.
    Bókun fundar Til máls tóku JÓK, BÁ, HK, GS og UÞS.
  • .4 1810008 Markmið íþrótta- og æskulýðsnefndar
    Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 98 Rætt stuttlega um verkefni og hlutverk.
    Nefndin stefnir að því að bjóða íþróttafélögum til samtals á nýju ári.