Fyrir liggur ósk um að Kjósarhreppur komi yfir á heilbrigðiseftirlitssvæði Vesturlands. Málið er til umsagnar hjá sveitarfélögum á Vesturlandi.
Lagt fram bréf umhverfis- og auðlindaráðuneytisins dags. 22. sept. sl. varðandi mögulegar breytingar á heilbrigðiseftirlitssvæðum. Óskað er eftir afstöðu Grundarfjarðarbæjar um þann möguleika að Kjósarhreppi yrði bætt við starfssvæði heilbrigðiseftirlitssvæðis Vesturlands.
Til máls tóku JÓK, UÞS, SÞ, RG og BÁ.
Bæjarstjóri sagði frá fundi í gær, með SSV, formanni heilbrigðisnefndar og framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Vesturlands. Þar var kynnt umsögn heilbrigðisnefndar Vesturlands um málið. Nefndin mælir með því að farið verði í viðræður um málið, við Kjósarhrepp og umhverfisráðuneytið.
Bæjarstjórn setur sig ekki á móti því að farið verði í viðræður um þessa breytingu og felur SSV umboð til að koma þeirri afstöðu á framfæri við umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Fyrirvari er settur um fjárhagslega útkomu þessa, sem bæjarstjórn væntir að verði hluti af viðræðum. Ennfremur að breytingin verði til að styrkja þjónustu svæðisins, en geri hana ekki lakari.
Til máls tóku JÓK, UÞS, SÞ, RG og BÁ.
Bæjarstjóri sagði frá fundi í gær, með SSV, formanni heilbrigðisnefndar og framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Vesturlands. Þar var kynnt umsögn heilbrigðisnefndar Vesturlands um málið. Nefndin mælir með því að farið verði í viðræður um málið, við Kjósarhrepp og umhverfisráðuneytið.
Bæjarstjórn setur sig ekki á móti því að farið verði í viðræður um þessa breytingu og felur SSV umboð til að koma þeirri afstöðu á framfæri við umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Fyrirvari er settur um fjárhagslega útkomu þessa, sem bæjarstjórn væntir að verði hluti af viðræðum. Ennfremur að breytingin verði til að styrkja þjónustu svæðisins, en geri hana ekki lakari.
Samþykkt samhljóða.