Lögð fram fundargerð starfshóps um Grundargötu 30, frá 18. febrúar 2022, ásamt þarfagreiningu fyrir hönnun rýmis í húsinu.
Í fundargerð kemur fram tillaga um að leita eftir hönnuði (arkitekt) til að teikna upp rými bæjarins í húsinu, þannig að það nýtist á sem hagkvæmastan hátt fyrir leigjendur sem þurfa á skrifstofurými að halda, sbr. hugmyndafræði um samvinnurými/skrifstofuhótel.
Ennfremur fylgja minnispunktar bæjarstjóra af fundi 17. febrúar 2022 um Nýsköpunarnet Vesturlands, sem stofnað verður 18. mars nk. Nýsköpunarnetið er samstarfsnet nýsköpunarrýma, samvinnurýma, skrifstofuhótela á Vesturlandi, en slík rými er nú að finna eða eru í undirbúningi á öllum þéttbýlisstöðum á Vesturlandi.
Bænum hafa borist fyrirspurnir um nýtingu hússins.
Málið er í vinnslu.