Málsnúmer 2009041

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 555. fundur - 23.09.2020

Bæjarráð fór og skoðaði húsnæðið að Grundargötu 30, en bærinn hefur fest kaup á neðri hæð hússins auk kjallara, í skiptum fyrir efri hæð hússins. Samningar eru í vinnslu.
Vísað er í bókun bæjarráðs undir málsnúmeri 2007014 á 551. fundi þann 19. ágúst sl. um þau tækifæri sem felast í því að bærinn ráði nú yfir auknu rými í húsinu.

Bænum hafa borist fyrirspurnir um nýtingu hússins.

Málið er í vinnslu.

Bæjarráð - 557. fundur - 22.10.2020

Lögð fram kostnaðaráætlun umsjónarmanns fasteigna á breytingum í kjallara að Grundargötu 30.

Bæjarráð samþykkir að verja 1.500 þús. kr. í endurbætur á kjallara að Grundargötu 30, svo Ungmennafélag Grundarfjarðar geti stundað þar rafíþróttir, sbr. ósk félagsins. Um nýtingu hússins skal gerður samningur. Bæjarstjóra falið að ganga frá samningi og nánari samtali um notkun rýmisins.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 248. fundur - 15.04.2021

Forseti lagði fram eftirfarandi tillögu:

Bæjarstjórn samþykkir að tilnefna fulltrúa í starfsnefnd sem hafi það hlutverk að fylgja eftir fyrri ákvörðunum og hugmyndum um útfærslu skrifstofukjarna á Grundargötu 30, neðri hæð (G30). Starfsnefndin verði skipuð þremur fulltrúum, einum fulltrúa hvors lista og bæjarstjóra. Nefndin geri tillögu um nýtingu fjárheimildar í fjárhagsáætlun ársins, einkum í því skyni að láta hanna rýmið á G30 þannig að það nýtist á sem hagkvæmastan og skemmtilegastan hátt fyrir ýmsa starfsemi og til framkvæmda, eftir því sem fjárheimild leyfir. Að fenginni afgreiðslu bæjarstjórnar á tillögu nefndarinnar, hafi hún umboð til að velja arkitekt og vinna með honum. Teikningar verði jafnframt nýttar sem kynningarefni, þannig að auðveldara sé að kynna aðstöðuna opinberlega. Nefndinni er falið að gera grófa tillögu um kynningu á aðstöðunni.

Samþykkt samhljóða.

Allir tóku til máls.

Lagt til að nefndina skipi Jósef Ó. Kjartansson og Garðar Svansson, ásamt bæjarstjóra. Stefnt er að því að tillögur nefndarinnar verði kynntar í september nk.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 250. fundur - 10.06.2021

Vinnuskjal - fyrsti fundur starfshóps um Grundargötu 30.
Allir tóku til máls.

Lagðir fram til kynningar minnispunktar frá 1. vinnufundi starfshóps um Grundargötu 30 sem haldinn var 31. maí sl., en starfshópurinn var kosinn á síðasta fundi bæjarstjórnar.

Bæjarstjórn - 257. fundur - 10.03.2022

Lögð fram fundargerð starfshóps um Grundargötu 30, frá 18. febrúar 2022, ásamt þarfagreiningu fyrir hönnun rýmis í húsinu.

Í fundargerð kemur fram tillaga um að leita eftir hönnuði (arkitekt) til að teikna upp rými bæjarins í húsinu, þannig að það nýtist á sem hagkvæmastan hátt fyrir leigjendur sem þurfa á skrifstofurými að halda, sbr. hugmyndafræði um samvinnurými/skrifstofuhótel.

Ennfremur fylgja minnispunktar bæjarstjóra af fundi 17. febrúar 2022 um Nýsköpunarnet Vesturlands, sem stofnað verður 18. mars nk. Nýsköpunarnetið er samstarfsnet nýsköpunarrýma, samvinnurýma, skrifstofuhótela á Vesturlandi, en slík rými er nú að finna eða eru í undirbúningi á öllum þéttbýlisstöðum á Vesturlandi.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu starfshópsins og meðfylgjandi þarfagreiningu, sem eru forsendur hönnunarvinnu fyrir rýmið sem ætlað er sem skrifstofu-/samvinnurými, í eignarhluta bæjarins að Grundargötu 30. Nefndin og bæjarstjóri hafa umboð til að leita eftir hönnuði og undirbúa hönnunartillögur fyrir rýmið, sbr. einnig heimildir í fjárhagsáætlun ársins.

Jafnframt samþykkt að taka þátt í Nýsköpunarneti Vesturlands vegna Grundargötu 30.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 260. fundur - 03.05.2022

Fundargerð starfshópsins og tillögur arkitekts um G30.
Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn samþykkir að vinna áfram með tillögu 2 (A og B).

Fjarnámsaðstaða hefur síðan 2019 verið staðsett í húsinu. Meðan húsrúm leyfir, munu opið fundarrými, sem og fundarherbergi, skv. tillögunum, jafnframt standa fjarnemum til boða.

Bæjarstjórn felur byggingarfulltrúa að vinna með arkitektinum að frekari útfærslu tillögunnar.


Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 598. fundur - 07.12.2022

Tilnefning í starfshóp og hlutverk hans - um næstu skref/ákvarðanir varðandi samvinnurýmið.
Lagt til að Ágústa Einarsdóttir og Garðar Svansson verði skipuð í starfshóp sem taki ákvörðun um frekari skref við þróun og uppbyggingu samvinnurýmisins að Grundargötu 30.
Hópurinn taki afstöðu til efnisvals og áfangaskiptingar í framkvæmdum sem eftir eru m.v. hönnun sem bæjarstjórn samþykkti fyrr á árinu.
Ennfremur geri nefndin tillögur til bæjarstjórnar um fyrirkomulag í rekstri og starfsemi rýmisins. Gerð gjaldskrár verði þó í höndum bæjarráðs.

Einnig lagt fram skjal hönnuðar um litaval - ekki gerðar athugasemdir við framlagða tillögu.

Bæjarstjórn - 268. fundur - 12.01.2023

Lagðir fram minnispunktar frá fundi starfshóps sem haldinn var 14. desember sl.

Bæjarráð - 601. fundur - 02.03.2023

Lagðir fram fundapunktar starfshóps um framkvæmdir að Grundargötu 30.
Bæjarráð samþykkir ákvarðanir starfshópsins.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 272. fundur - 11.05.2023

Lögð fram fundargerð húsfundar sem haldinn var að Grundargötu 30 þann 14. apríl sl. og fundargerð verkfundar um húsnæðið sem haldinn var þann 27. apríl sl.

Bæjarráð - 614. fundur - 16.11.2023

Lagðir fram minnispunktar frá vinnufundi starfshóps um Grundargötu 30 þann 20. júní sl.

Bæjarstjóri sagði frá stöðu framkvæmda að Grundargötu 30 og að starfshópur um Grundargötu 30 muni hittast á næstunni.