Málsnúmer 2009037

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 256. fundur - 10.02.2022

Lagt fram erindi Sýslumannsins á Vesturlandi þar sem óskað er umsagnar bæjarstjórnar á umsókn 65°Ubuntu ehf. um leyfi til að reka gististað í flokki II, stærra gistiheimili, að Hlíðarvegi 15 og Borgarbraut 9. Öll gögn liggja fyrir vegna Hlíðarvegar 15, en ekki vegna Borgarbrautar 9.

Fyrir liggja jákvæðar umsagnir slökkviliðsstjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa vegna Hlíðarvegar 15.

Allir tóku til máls.

Bæjarstjórn gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi sé veitt vegna Hlíðarvegar 15.

Ekki liggja fyrir öll gögn vegna Borgarbrautar 9 og er því ekki veitt umsögn um þann hluta umsóknar.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 284. fundur - 11.04.2024

Lögð fram beiðni Sýslumannsins á Vesturlandi um umsögn við umsókn 65° Ubuntu ehf. um leyfi til að reka gististað í flokki II að Borgarbraut 9. Um er að ræða hluta af eldri umsókn, þar sem einnig var sótt um leyfi vegna reksturs að Hlíðarvegi 15, en sá hluti hefur þegar verið afgreiddur. Beðið hafði verið eftir breyttum gögnum vegna Borgarbrautar 9.



Lögð fram skýrsla slökkviliðsstjóra þar sem fram kemur að úrbætur hafi verið gerðar með fullnægjandi hætti. Einnig liggur fyrir úttekt byggingarfulltrúa.

DM vék af fundi undir þessum lið.

Bæjarstjórn gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi verði veitt.

Samþykkt samhljóða.

DM tók aftur sæti sitt á fundinum.