Ákvörðun nefndarinnar í lok síðasta árs var að velja ekki íþróttamann Grundarfjarðar 2020, þar sem íþróttastarf var í lágmarki vegna Covid-19 á árinu. Íþróttafélög gátu haldið úti mismiklu starfi; æfingum og keppnum og því var þetta ákveðið.
Í framhaldinu var ákveðið að heiðra í staðinn einstaklinga og/eða jafnvel fyrirtæki sem gert hafa mikið fyrir íþróttastarf.
Nefndin mun senda íþróttafélögunum erindi og óska eftir áliti þeirra um þörf fyrir breytingar á reglunum.
Íþróttamaður ársins verður valinn í nóvember nk. og tilnefndur á aðventudegi Kvenfélagsins sunnudaginn 29. nóvember nk.