Herborg Árnadóttir arkitekt frá Alta, í fjarfundi. Þorsteinn Hjaltason fulltrúi grunnskólans, í fjarfundi, og Ingibjörg E. Þórarinsdóttir fulltrúi leikskólans. Signý Gunnarsdóttir fulltrúi Skógræktarfélagsins, í fjarfundi. Sigríður G. Arnardóttir fulltrúi UMFG, í fjarfundi. Sunna Njálsdóttir fulltrúi Kvenfélagsins Gleym-mér-ei, í fjarfundi.
Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 97Herborg kynnti samantekt sem hún hefur unnið, úr gögnum og vinnu nefndarinnar, um fjölskyldu- og útivistarsvæði í Þríhyrningi. Sl. vetur hélt nefndin opinn fund og fund með félagasamtökum og tók í framhaldinu saman hugmynd sem nú hefur verið unnið með.
Umræður fóru fram um spurningar eins og fyrir hverja svæðið væri, í hvaða tilgangi fólk kæmi í garðinn, hver væri sérstaða hans, hugmyndir um nýtingu, punktar um viðhaldsþörf og fleira.
Gagnlegar umræður urðu um þessi atriði og mun Herborg vinna áfram að þróun svæðisins fyrir nefndina, á grunni þess sem fram kom. Mikilvægt er að vinna hugmyndina áfram í samvinnu við nágranna og félagasamtökin. Þegar hugmyndin hefur verið sett í búning og útfærð nánar, verður tillaga kynnt íbúum.
Til frekari umræðu á næsta fundi.
Gestum fundarins var þökkuð þátttaka í umræðunum.
Bókun fundarForseti þakkar íþrótta- og æskulýðsnefnd fyrir góða hugmyndavinnu við verkefnið og vekur athygli á að hönnunargögn vegna Þríhyrnings séu til kynningar undir lið nr. 18 hér síðar á dagskrá fundarins.
.22009030Íþróttamaður Grundarfjarðar 2020
Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 97Nefndin hefur til skoðunar reglur um kjör íþróttamanns Grundarfjarðar og mun ljúka því í september.
Nefndin mun senda íþróttafélögunum erindi og óska eftir áliti þeirra um þörf fyrir breytingar á reglunum.
Íþróttamaður ársins verður valinn í nóvember nk. og tilnefndur á aðventudegi Kvenfélagsins sunnudaginn 29. nóvember nk.
.32005038Vinnuskóli 2020
Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 97Bæjarstjóri fór yfir starfsemi vinnuskólans sumarið 2020, verkefni, skipulag og fleira. Hún sagði frá því að hún hefði leitað til Sambands íslenskra sveitarfélaga og fleiri aðila síðastliðið vor um leiðbeiningar eða ramma fyrir fræðsluhluta vinnuskólans.
Nefndin hefur áhuga á því að ræða frekar hugmyndir um þróun starfs vinnuskólans, með áherslu á fræðsluhlutann og samfélagstengd verkefni. Til umræðu síðar.
.42003008Sumarnámskeið fyrir börn 2020
Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 97Til umræðu á næsta fundi.
.52008006Íþrótta-og Ólympíusamband Íslands - Göngum í skólann 2020
Lagt fram til kynningar bréf ÍSÍ um átakið Göngum í skólann.Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 97Grunnskólinn mun útfæra "Göngum í skólann" verkefni hjá nemendum í lok september.
Skólinn tók þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ, landsátaki sem sett var af stað í Grunnskóla Grundarfjarðar 8. september sl.