Lögð fram gögn vegna samskipta við nýja kaupendur að neðri hæð húsnæðisins að Grundargötu 30, fastanr. 211 5064, ásamt tillögu þess efnis að Grundarfjarðarbær gangi inn í kaupin á neðri hæð og greiði fyrir þau með eignarhluta sínum á efri hæð hússins, fastanr. 211 5066, auk 10 millj. kr. vaxtalauss skammtímaláns.
Bæjarráð samþykkir að ganga inn í kaupin að Grundargötu 30, fastanr. 211 5064, ásamt öllu því sem eignarhlutanum fylgir og fylgja ber. Bæjarráð samþykkir jafnframt að efri hæð hússins, fastanr. 211 5066, verði afsalað til núverandi rétthafa neðri hæðar, auk greiðslu að fjárhæð 10 millj. kr. í formi vaxtalauss skammtímaláns, skv. nánari kjörum í kauptilboði.
Aukinni fjárfestingu að fjárhæð 10 millj. kr. verði mætt með gerð viðauka við fjárhagsáætlun 2020, en gengið verði frá honum á fundi bæjarstjórnar í haust.
Bæjarstjóra falið að ganga frá skjölum vegna kaupanna.
Umræða um framtíðarnot hússins, neðri hæðar Grundargötu 30.
Á 551. fundi bæjarráðs var samþykkt að ganga inn í kaup Helgrinda ehf. á eignarhluta á neðri hæð hússins að Grundargötu 30, og að afsala efri hæð til sama aðila. Eignaskiptin eru í frágangsferli.
Við eignaskiptin ræður bærinn yfir auknu rými í húsinu, samtals tæplega 450 m2, sem er aukning um 190 m2. Húsið er miðsvæðis í bænum, rýmið er á jarðhæð, auk rýmis í kjallara hússins. Samið hefur verið um ljósleiðaratengingu við húsið. Þessi eignabreyting skapar ýmsa nýja þróunarmöguleika, m.a. fyrir fyrirtæki eða einstaklinga sem þarfnast aðstöðu til fjarvinnu, sem er í anda þess hvernig efri hæðin hefur nýst síðustu árin. Ákvarðanir um nýtingu og útfærslu á rýminu verða teknar fljótlega.
Bæjarráð samþykkir að ganga inn í kaupin að Grundargötu 30, fastanr. 211 5064, ásamt öllu því sem eignarhlutanum fylgir og fylgja ber. Bæjarráð samþykkir jafnframt að efri hæð hússins, fastanr. 211 5066, verði afsalað til núverandi rétthafa neðri hæðar, auk greiðslu að fjárhæð 10 millj. kr. í formi vaxtalauss skammtímaláns, skv. nánari kjörum í kauptilboði.
Aukinni fjárfestingu að fjárhæð 10 millj. kr. verði mætt með gerð viðauka við fjárhagsáætlun 2020, en gengið verði frá honum á fundi bæjarstjórnar í haust.
Bæjarstjóra falið að ganga frá skjölum vegna kaupanna.
Samþykkt samhljóða.