Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur lokið við frumdrög að markaðsgreiningu á heildsölumörkuðum fyrir staðaraðgang með fasttengingu og miðlægan aðgang með fasttengingu fyrir fjöldaframleiddar vörur.
Markaðsgreiningin er grundvöllur ákvörðunar um það hvort leggja skuli á, viðhalda eða fella niður sérstakar kvaðir á fjarskiptafyrirtæki sem útnefnd hafa verið með umtalsverðan markaðsstyrk.
Hefur stofnunin óskað eftir viðbrögðum fjarskiptafyrirtækja og annarra hagsmunaaðila við þeim frumdrögum sem hér eru lögð fyrir bæjarráð.
--- Nú er lokið lagningu ljósleiðaranets í dreifbýli Grundarfjarðarbæjar og tengingar komnar á í dreifbýli víðast hvar á landinu.
Bæjarráð Grundarfjarðarbæjar telur mikilvægt að skapað verði umhverfi sem styður við áframhaldandi uppbyggingu ljósleiðaranets í þéttbýliskjörnum á landsbyggðinni, til að ekki skerðist enn frekar samkeppnisstaða þeirra gagnvart höfuðborgarsvæðinu. Bæjarráð hvetur Póst- og fjarskiptastofnun til þess að leggja ekki kvaðir á fjarskiptafyrirtæki sem gætu verið hamlandi fyrir frekari uppbyggingu á landsbyggðinni.
Mikilvægt er að skapað verði umhverfi sem styður við áframhaldandi uppbyggingu í þéttbýliskjörnum á landsbyggðinni í samræmi við stefnu Alþingis í fjarskiptum fyrir árin 2019-2033, þar sem stefnt er að því að ljósleiðaravæðing verði áfram forgangsverkefni og að ljósleiðaravæðingu allra lögheimila og vinnustaða á Íslandi verði lokið árið 2025.
Markaðsgreiningin er grundvöllur ákvörðunar um það hvort leggja skuli á, viðhalda eða fella niður sérstakar kvaðir á fjarskiptafyrirtæki sem útnefnd hafa verið með umtalsverðan markaðsstyrk.
Hefur stofnunin óskað eftir viðbrögðum fjarskiptafyrirtækja og annarra hagsmunaaðila við þeim frumdrögum sem hér eru lögð fyrir bæjarráð.
---
Nú er lokið lagningu ljósleiðaranets í dreifbýli Grundarfjarðarbæjar og tengingar komnar á í dreifbýli víðast hvar á landinu.
Bæjarráð Grundarfjarðarbæjar telur mikilvægt að skapað verði umhverfi sem styður við áframhaldandi uppbyggingu ljósleiðaranets í þéttbýliskjörnum á landsbyggðinni, til að ekki skerðist enn frekar samkeppnisstaða þeirra gagnvart höfuðborgarsvæðinu. Bæjarráð hvetur Póst- og fjarskiptastofnun til þess að leggja ekki kvaðir á fjarskiptafyrirtæki sem gætu verið hamlandi fyrir frekari uppbyggingu á landsbyggðinni.
Mikilvægt er að skapað verði umhverfi sem styður við áframhaldandi uppbyggingu í þéttbýliskjörnum á landsbyggðinni í samræmi við stefnu Alþingis í fjarskiptum fyrir árin 2019-2033, þar sem stefnt er að því að ljósleiðaravæðing verði áfram forgangsverkefni og að ljósleiðaravæðingu allra lögheimila og vinnustaða á Íslandi verði lokið árið 2025.
Samþykkt samhljóða.