Vegna endurskoðunar á Aðalskipulagi Reykhólahrepps 2006-2018 var óskað eftir umsögnum/ábendingum um skipulagslýsingu, frá hagaðilum, m.a. sveitarfélögum við Breiðafjörð.
Bæjarráð tók málið fyrir og óskaði eftir umsögn skipulags- og umhverfisnefndar.
Umsagnarfrestur er liðinn, en bæjarstjóri hefur kynnt Reykhólahreppi að umsögn muni berast í ágústmánuði.
Bæjarráð óskar eftir umsögn frá umhverfis- og skipulagsnefnd um erindið.
Samþykkt samhljóða.