Lagt til að bæjarstjóri megi auglýsa störf í vinnuskóla fyrir börn úr 7. bekk, ef aðsókn 8.-10. bekkinga verður með þeim hætti að svigrúm skapist fyrir að ráða 7. bekkinga inn.
Bæjarstjóri fór yfir starfsemi vinnuskólans sumarið 2020, verkefni, skipulag og fleira. Hún sagði frá því að hún hefði leitað til Sambands íslenskra sveitarfélaga og fleiri aðila síðastliðið vor um leiðbeiningar eða ramma fyrir fræðsluhluta vinnuskólans.
Nefndin hefur áhuga á því að ræða frekar hugmyndir um þróun starfs vinnuskólans, með áherslu á fræðsluhlutann og samfélagstengd verkefni. Til umræðu síðar.
Samþykkt samhljóða.