Afgreiðsla byggingarfulltrúa - umsögn um umsókn vegna endurnýjunar á rekstrarleyfi gististaðar í flokki II, íbúðir sem rekið er sem Lárperla slf., Grundargötu 78 n.h.
Skipulags og byggingarfulltrúi ásamt slökkviliðsstjóra fóru í úttekt á tilgreindum stað, Lárperlu slf, að Grundargötu 78 n.h. vegna endurnýjunar á rekstrarleyfi gististaðar í flokki II. Í umsögn slökkviliðsstjóra og byggingarfulltrúa voru ekki gerðar athugasemdir við beiðni um endurnýjun rekstrarleyfis.
Lagt fram erindi Sýslumannsins á Vesturlandi dags. 19. maí sl., þar sem óskað er umsagnar bæjarstjórnar á umsókn Lárperlu slf. um endurnýjun á rekstrarleyfi til að reka gististað í flokki II að Grundargötu 78.
Fyrir liggja jákvæðar umsagnir annarra umsagnaraðila. Bæjarstjórn gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi verði veitt.
Í umsögn slökkviliðsstjóra og byggingarfulltrúa voru ekki gerðar athugasemdir við beiðni um endurnýjun rekstrarleyfis.