Sögumiðstöð - Framtíðarhorfur og notkun Menningarnefnd - 27Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri og Eygló Bára Jónsdóttir, formaður menningarnefndar sögðu frá fundi sem þær, ásamt bæjarráði, áttu með Inga Hans Jónssyni um uppbyggingu á starfsemi og aðstöðu í Sögumiðstöð og aðkomu hans að verkefninu.
Megináhersla verði lögð á að efla húsið sem menningar- og samfélagsmiðstöð sem aðgengileg yrði öllum íbúum.
Farið yfir verkefni sumarsins, hvað var gert, hvað hefði betur mátt fara.
Almenn umræða og hugmyndir. Menningarnefnd - 27Farið yfir helstu verkefni bæjarins á tímum covid-19 sem unnið var að: Málun á veggjum, ljóðalist, Spjallarinn, Hvatning til útiveru, Takk veggurinn, Ratleikjaapp sem unnið er að, Frisbígolf og önnur verkefni.
Menningarnefnd lýsir ánægju sinni með verkefnið Spjallarinn og þakkar þeim sem að því stóðu kærlega fyrir þeirra framtak.
Farið yfir ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar 2020.Menningarnefnd - 27Þema keppninnar í ár er "Vetur" og skilafrestur mynda er til 1. nóvember 2020.
Undirbúningur Rökkurdaga 2020, menningarhátíðar Grundarfjarðarbæjar.Menningarnefnd - 27Rökkurdagar verða haldnir 26. október til 1. nóvember 2020 og munu fara fram með breyttu sniði í ár með tillit til sóttvarnarviðmiða.
Menningarnefnd felur Þuríði Gíu að auglýsa eftir viðburðum og útbúa auglýsingu fyrir Rökkurdaga 2020.Bókun fundarTil máls tóku JÓK, SÞ og BÁ.
Farið yfir undirbúning viðburða menningarnefndar fyrir jólin. Menningarnefnd - 27Jóladagatal Grundarfjarðarbæjar verður birt í lok nóvember þar sem dagskrá desembermánaðar verður kynnt.
Menningarnefnd fór yfir hugmyndir af viðburðum sem meðal annars eru; Jólamyndasamkeppni grunnskólabarna, Jólahús Grundarfjarðar 2020, jólaþorp og margt fleira.