Málsnúmer 2003021

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 236. fundur - 12.03.2020


Lögð fram áætlun frá HLH ehf. um umfang og kostnað við úttekt og ráðgjöf sem bæjarstjórn hafði óskað eftir. Haraldur Líndal Haraldsson hagfræðingur verður ráðgjafi, en hann vann sambærilega úttekt fyrir bæinn á árinu 2012.

Til máls tóku JÓK, BÁ, RG, UÞS.

Forseti lagði til að gengið verði að áætlun/tilboði HLH ehf. um heildarúttekt á rekstri Grundarfjarðarbæjar, sem fram fari í marsmánuði.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 568. fundur - 02.06.2021


Farið yfir rekstrarúttekt HLH ehf. sem bæjarráð hefur unnið með síðustu mánuði.

Bæjarráð óskar eftir því að forstöðumenn stofnana bæjarins komi með tillögur til hagræðingar í rekstri sínum í ljósi núverandi fjárhagsstöðu og fjárhagsáætlunar ársins sem sett var fram með 40 millj. kr. halla.

Bæjarstjóra og skrifstofustjóra falið að leggja fram tillögurnar á fundi bæjarráðs í júlí.

Samþykkt samhljóða.