Lagðir fram til kynningar skilmálar vegna úthlutunar lóða sem bæjarstjórn samþykkti í febrúar og gilda vegna tímabundins afsláttar af gatnagerðargjöldum frá 1. mars til 31. ágúst 2020. Skipulags- og umhverfisnefnd - 213 Nefndin fór yfir skilmálana, sem auglýstir voru í febrúar.
Nefndin lýsir ánægju með samþykkt bæjarstjórnar.
Næsti fundur nefndarinnar verður mánudaginn 16. mars nk. og tekur nefndin þá til afgreiðslu þær lóðaumsóknir sem borist hafa fyrir kl. 14.00 föstudaginn 13. mars nk. Sett verði auglýsing á vef bæjarins og vakin athygli á þessu.
Í tillögu að aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039, sem auglýst hefur verið, er gert ráð fyrir að íbúðarsvæði framlengist upp með Ölkelduvegi.Skipulags- og umhverfisnefnd - 213Nefndin leggur til við bæjarstjórn að gerð verði breyting á gildandi deiliskipulagi fyrir Ölkeldudal frá 2003, þar sem deiliskipulagsreiturinn verði stækkaður og bætt við lóðum fyrir íbúðarhúsnæði, upp Ölkelduveg, í samræmi við áformaðar breytingar í verðandi aðalskipulagi.
Bókun fundarTil máls tóku JÓK og UÞS.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar og felur embætti skipulags- og byggingarfulltrúa að hefja vinnu við breytingu á deiliskipulagi við Ölkelduveg.
Höfð verði hliðsjón af endanlegri afgreiðslu aðalskipulagstillögu, hvað varðar þetta svæði, við þessa breytingu deiliskipulagsins.
Í bókun bæjarstjórnar á fundi 13. febrúar sl. var nefndinni falið að skoða þær heimildir, gögn og rannsóknir sem til eru um þróun og stöðu lífríkis Melrakkaeyjar vegna friðlýsingar eyjunnar árið 1971.
Skipulags- og umhverfisnefnd - 213Nefndin ræddi bókun bæjarstjórnar.
Nefndin óskar eftir gögnum frá Umhverfisstofnun, sbr. auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda nr. 118/1974, um þær rannsóknir sem farið hafa fram á lífríki Melrakkaeyjar og varpað geta ljósi á stöðu þess.
Bókun fundarBæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
Fyrir fundinum lá skýrsla vegna umhverfisrölts 2018 og 2019. Í skýrslunni er farið yfir ábendingar úr umhverfisrölti með íbúum, stöðu verkefna og áætlaða forgangsröðun framkvæmda/úrbóta. Skipulags- og umhverfisnefnd - 213Farið yfir skýrsluna og það sem áunnist hefur. Rætt um umhverfismálin fyrir komandi sumar. Nefndin benti á nokkur atriði sem bæjarstjóri tók niður, til skoðunar.
Nefndin lýsir yfir ánægju með þau atriði sem náðst hefur að lagfæra og fram koma í skýrslunni.
Nefndin stefnir að því að farið verði í umhverfisrölt ársins um miðjan maí nk.
Bókun fundarBæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
Gögn af morgunverðarfundi Skipulagsstofnunar og loftslagsráðs í janúar sl. um loftslagsmál og skipulag í þéttbýli. Yfirskrift fundarins var: Hvernig má ná árangri í loftslagsmálum með skipulagsgerð.
Skipulags- og umhverfisnefnd - 213Lagt fram til kynningar.