Málsnúmer 2001026

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 211. fundur - 28.01.2020

Vélsmiðja Grundarfjarðar sendir inn umsókn um byggingarleyfi vegna viðbyggingar við húsnæði vélsmiðju við Ártún 3.
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í erindið en bendir á að umrædd framkvæmd fellur ekki undir skilmála samþykkts deiliskipulags frá 2015.

Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ræða við framkvæmdaraðila.




Skipulags- og umhverfisnefnd - 215. fundur - 05.05.2020

Á 211. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 28. janúar 2020 var tekin fyrir umsókn um byggingarleyfi vegna stækkunar á húsnæði Vélsmiðju Grundarfjarðar við Ártún, en sú framkvæmd samræmist ekki byggingarreit og krefst því óverulegrar deiliskipulagsbreytingar.
Að ósk umsækjanda hefur Verkís unnið tillögu fyrir Grundarfjarðarbæ að óverulegri deiliskipulagsbreytingu, dagsett. 23. apríl 2020 sem felur í sér stækkun á byggingarreit.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir óverulega deiliskipulagsbreytingu á iðnaðar- og athafnarsvæði vestan Kvernár, með vísan í 2. mgr 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna fyrirhugaða breytingu.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 220. fundur - 18.08.2020

Skv. ákvörðun nefndarinnar og í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga, var óveruleg deiliskipulagsbreyting vegna stækkunar byggingarreits við Ártún 3, grenndarkynnt með bréfi, sem sent var á nærliggjandi lóðarhafa þann 4. júní 2020.
Frestur til athugasemda rann út 10. júlí sl. Á kynningartíma bárust engar athugasemdir.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja deiliskipulagsbreytinguna skv. tillögu sem dagsett er 21. apríl 2020.

Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa ennfremur að gefa út byggingarleyfi, skv. áður framlögðu erindi, að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum.