Farið yfir umsögn Ívars Pálssonar hrl. og tillögu að afgreiðslu sem hann vann fyrir skipulags- og byggingarfulltrúaembættið vegna grenndarkynningar á Grundargötu 12 og 14.
Skipulags- og umhverfisnefnd - 210Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir drög Landslaga, Ívars Pálssonar hrl., að umsögn um athugasemdir sem bárust í grenndarkynningu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að svara umsagnaraðilum.
Lóðunum Grundargötu 12 og 14 var úthlutað til lóðarhafa með ákvörðun skipulags- og umhverfisnefndar á 185. fundi þann 1. febrúar 2018, eftir að samþykkt var í bæjarstjórn að fella tímabundið niður gatnagerðargjöld á íbúðarhúsalóðum. Umsókn lóðarhafa um byggingarleyfi, sem lögð var fyrir nefndina þann 29. júlí 2019. ásamt teikningum, og samþykkt var á þeim fundi að grenndarkynna, gerði ráð fyrir 9 íbúðum á umræddum tveimur íbúðarhúsalóðum. Ekki var sótt um gististarfsemi í húsnæðinu þó nefndinni væri kunnugt um áhuga umsækjanda á að fá mögulega leyfi til slíkrar starfsemi síðar. Á fundi bæjarstjórnar þann 12. apríl 2018 hafði bæjarstjórn tekið fyrir erindi lóðarhafa sem óskaði eftir heimild til að starfrækja gistingu fyrir ferðamenn í húsnæðinu „ef húsin hvorki seljast né leigjast á almennum markaði“ eins og sagði í erindinu. Í afgreiðslu bæjarstjórnar sagði að bæjarstjórn teldi sér ekki fært að verða við erindinu, en benti á að í nýju aðalskipulagi yrði sett fram stefna um rekstur gistingar í íbúðarbyggð. Í grenndarkynningunni sem fram fór í október-nóvember sl. vildi nefndin hins vegar upplýsa hagsmunaaðila um áhuga umsækjanda á mögulegri gististarfsemi í húsnæðinu, þó ekki stæði til að grenndarkynna slíka starfsemi. Umsækjandi bætti þeirri fyrirætlan sinni inn á hina kynntu aðaluppdrætti, án samþykkis nefndarinnar.
Fyrirliggjandi athugasemdir lúta að langmestu leyti að starfseminni en ekki húsinu sem slíku. Skipulags- og umhverfisnefnd er því, þrátt fyrir athugasemdir, tilbúin til að samþykkja byggingu íbúðarhúss í samræmi við hina kynntu uppdrætti en tekur ekki afstöðu til heimildar til umsóknar um gististarfsemi. Er það í samræmi við fyrri afgreiðslu nefndarinnar. Nefndin fellst á umsóknina fyrir sitt leyti en án nokkurrar heimildar til gististarfsemi, enda er umsókn um slíkt háð leyfi sýslumanns, að fenginni umsögn bæjarstjórnar. Bæjarstjórn hefur mótað sér stefnu um grenndarkynningu rekstrarleyfa í nýju, ósamþykktu en auglýstu aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsókn Hafnaríbúða ehf. og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi vegna íbúðarhúss með 9 íbúðum á lóðunum Grundargötu 12 og 14, berist honum lagfærðir uppdrættir þar sem eingöngu er gert ráð fyrir íbúðum í húsinu og að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum. Bókun fundarBæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
Lagt fram erindi framkvæmdaraðila dags. 26. júní 2019, þar sem sveitarstjórn Grundarfjarðarbæjar er tilkynnt um áformaða skógrækt á jörðinni Spjör, á grundvelli 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum til ákvörðunar um hvort framkvæmdirnar skuli háðar mati skv. lögunum, en fyrirhugaðar framkvæmdir falla í flokk C skv. 1. viðauka laganna. Jafnframt óskar framkvæmdaraðili eftir framkvæmdaleyfi fyrir skógræktinni sbr. reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Málið var áður til umfjöllunar á fundum skipulags- og umhverfisnefndar 15.11.2019 og 16.1.2019.
Framlögð gögn eru: 1. Greinargerð framkvæmdaraðila um möguleg umhverfisáhrif skógræktar í landi Spjarar í Grundarfjarðarbæ, dags. 5.12.2019. Áður til umfjöllunar á fundi nefndarinnar þann 16. janúar 2020.
2. Eyðublaðið „Ákvörðun um framkvæmd í flokki C“, útfyllt af framkvæmdaraðila.Skipulags- og umhverfisnefnd - 210Skipulags- og umhverfisnefnd hefur yfirfarið framlögð gögn og telur, með vísan í framlögð gögn og fyrri umfjöllun, ekki líklegt að áformuð skógrækt muni valda umtalsverðum umhverfisáhrifum. Nefndin leggur því til við sveitarstjórn að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögum nr. 106/2000.
Að fengnu samþykki bæjarstjórnar samþykkir skipulags- og umhverfisnefnd framkvæmdarleyfi fyrir skógræktinni að Spjör og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdarleyfi, sbr. reglugerð nr. 772/2012, eins og henni er lýst í framlögðum gögnum.
Mælst er til að stefna í fyrirliggjandi tillögu að nýju aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar, s.s. hvað varðar minjar, ásýnd og landslag og fjarlægð frá vatnsbökkum, veitum og samgönguæðum, verði höfð til hliðsjónar við frekari útfærslu skógræktarframkvæmdanna og við deiliskipulagsgerð fyrirhugaðrar frístundabyggðar.Bókun fundarTil máls tóku JÓK, GS og UÞS.
Fyrir skipulags- og umhverfisnefnd var lagt fram erindi framkvæmdaraðila, landeigenda Spjarar, þar sem tilkynnt er um áformaðar framkvæmdir við skógrækt í landi jarðarinnar, sbr. framlögð gögn. Auk þess var lögð fram ósk um útgáfu framkvæmdaleyfis vegna framkvæmdarinnar.
Framkvæmdin er C-framkvæmd og fellur undir flokk V, lið 1.07 í viðauka 1 í lögum um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda nr. 106/2000.
Framkvæmdin er í samræmi við aðalskipulag.
Framkvæmdin er tilkynningarskyld til leyfisveitanda, þ.e. Grundarfjarðarbæjar, sem ákvarðar hvort framkvæmdin skuli háð mati á umhverfisáhrifum áður en framkvæmdarleyfi verður veitt.
Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur skipulags- og umhverfisnefnd farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila á fundi sínum 22. janúar 2020. Niðurstaða nefndarinnar var að framkvæmdin sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skuli framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
Nefndin fór jafnframt yfir framlögð gögn vegna framkvæmdarinnar, sem er í samræmi við samþykkt aðalskipulag og samþykkti útgáfu framkvæmdarleyfisins.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða niðurstöðu skipulags- og umhverfisnefndar og mun auglýsa hana í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Kærufrestur verði ákveðinn, sbr. 14. gr. sömu laga, og verði rúmar 4 vikur frá þeim degi sem auglýsing birtist í bæjarblaði og á vef.
Á 200. fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 16. maí 2019 var veitt tímabundið stöðuleyfi fyrir frístundahús í Látravík 2. Ennfremur var farið yfir stöðu máls vegna umsóknar um byggingarleyfi frístundahúss. Í umsókninni er sótt um að staðsetja frístundahús nær vatni heldur en skipulagsreglugerð gerir ráð fyrir, eða í um 40 m fjarlægð frá Lárvaðli. Skipulagsreglugerð gerir ráð fyrir 50 m fjarlægð. Skipulags- og byggingarfulltrúi og formaður nefndarinnar áttu fund með umsækjanda um umsóknina þann 10. maí 2019, sbr. minnispunkta af þeim fundi. Þar óskaði framkvæmdaraðili eftir því að sótt yrði um undanþágu vegna staðsetningar frístundahúss, til umhverfis- og auðlindaráðuneytis vegna 5.3.2.14 gr. skipulagsreglugerðar þar sem fjallað er um fjarlægðir frá vötnum og sjó.
Í framhaldi af því og afgreiðslu málsins á 200. fundi nefndarinnar þann 16. maí 2019, skrifaði skipulags- og byggingarfulltrúi bréf til umhverfis- og auðlindaráðuneytis og óskaði eftir slíkri undanþágu, vegna staðsetningar frístundahúss í um 40 m fjarlægð frá Lárvaðli. Eftir meðferð málsins þar og umsögn Skipulagsstofnunar um erindið, óskaði ráðuneytið eftir því við Grundarfjarðarbæ að fá senda tilvísun í skýra bókun eða umsögn sveitarfélagsins um beiðni umsækjanda um slíka undanþágu. Auk þess vakti ráðuneytið athygli á, eftir ábendingu Skipulagsstofnunar, að staðsetning frístundahúss, skv. umsókn, sé ekki í samræmi við d-lið 5.3.2.5. gr. skipulagsreglugerðar, sem segir til um fjarlægð frístundahúsa frá stofnvegi.Skipulags- og umhverfisnefnd - 210Með vísan í ofangreint er málið tekið aftur fyrir að því er snýr að beiðni til ráðuneytisins um undanþágu frá ákvæði 5.3.2.14. gr. skipulagsreglugerðar.
Skipulags- og umhverfisnefnd óskar því eftir staðfestingu bæjarstjórnar á því að sótt verði um undanþágu til umhverfis- og auðlindaráðuneytis vegna byggingar frístundahúss í landi Látravíkur 2, landnúmer 223871, í 40 m fjarlægð frá Lárvaðli. Rétt er að taka fram að umrætt hús er utan helgunarsvæðis Vegagerðarinnar. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið, að fengnu samþykki bæjarstjórnar, að rita umhverfis- og auðlindaráðuneyti erindi að nýju.
Bókun fundarBæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
Bæjarstjórn samþykkir að sótt verði um undanþágu til umhverfis- og auðlindaráðuneytis vegna byggingar frístundahúss í landi Látravíkur 2, í samræmi við afgreiðslu nefndarinnar.