Hafnarstjórn Grundarfjarðar óskar eftir framkvæmdarleyfi og fer þess á leit við bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar/skipulagsnefnd að hún taki ákvörðun um hvort framkvæmdir vegna sjóvarnar og landfyllingar, austan við Nesveg og fram á Framnes, sbr. deiliskipulag svæðisins, séu háðar mati á umhverfisáhrifum. Framkvæmdin er í flokki C.
Gestir
- Hafsteinn Garðarsson, hafnarstjóri.
Teikningin er grunnmynd/snið í mælikvarða 1:1000 og ber heitið "Landfylling við Framnes". Um er að ræða framkvæmd sem er í samræmi við gildandi deiliskipulag á svæðinu og er hluti af þeirri landfyllingu sem þar er gert ráð fyrir.
Ennfremur lá fyrir magnskrá, sem ekki er þó bókuð sem fylgigagn í fundakerfi.
Farið yfir framkvæmdagögn og rætt um framkvæmdina.
Hafnarstjórn samþykkir samhljóða að hefja framkvæmd við landfyllingu á Framnesi, í samræmi við framlagða teikningu. Efni úr framkvæmd við lengingu Norðurgarðs verði nýtt í fyllinguna og gert er ráð fyrir umtalsverðri samlegð með þeirri framkvæmd sem þar stendur nú yfir.
Hafnarstjórn samþykkir samhljóða að fela hafnarstjóra að vinna að nauðsynlegum undirbúningi og framkvæmd verksins, afla nauðsynlegra leyfa og leggja inn tilkynningu til skipulagsyfirvalda, auk þess að leggja fram drög að kostnaðaráætlun.