Málsnúmer 1912012

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 233. fundur - 12.12.2019

Lagt fram erindi Steinprents þar sem lýst er áformum um að setja aukinn kraft í útgáfu Jökuls, bæjarblaðs, sem ætlunin er að verði dreift á öllu Snæfellsnesi.
Óskað er eftir stuðningi við dreifingu blaðsins.

Til máls tóku JÓK, SÞ, EBJ, BÁ, GS og UÞS.

Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu.

Samþykkt samhljóða.




Bæjarstjórn - 235. fundur - 13.02.2020


Bæjarstjóri kynnti niðurstöðu úr samtali sínu við útgefanda Jökuls, bæjarblaðs, en bæjarstjóra hafði verið falin úrlausn málsins. Grundarfjarðarbær mun til reynslu, styðja útgáfu Jökuls vegna dreifingar blaðsins í Grundarfirði.

Samþykkt með sex atkvæðum, einn sat hjá (HK).