Málsnúmer 1912001F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 234. fundur - 16.01.2020

  • .1 1801048 Sögumiðstöðin
    Menningarnefnd - 25 Nefndin ræddi um hlutverk og framtíðarstarfsemi í Sögumiðstöð.
    Sett voru niður atriði í minnisblað sem nefndin mun ganga frá og senda til bæjarstjórnar eða bæjarráðs, um hlutverk, hagsmunaaðila, almenna starfsemi í húsinu, fyrirkomulag, framtíðaruppbyggingu og fleira.
    Vilji nefndarinnar er að í Sögumiðstöð verði lífleg menningarstarfsemi, með sýningarhaldi margskonar, þar sem sögu byggðar verði ekki síst gerð skil. Einnig verði þar eins og verið hefur, almenningsbókasafn og upplýsingamiðstöð, aðstaða til að bjóða kaffiveitingar, og fleira.

  • Menningarnefnd - 25 Umræður um starfsemi nýs menningarfélags og mögulegt samstarf bæjarins við það, sbr. einnig umræður á fundi nefndarinnar 4. júlí sl. og samtöl fulltrúa úr nefndinni við aðila sem að þessu standa síðan þá. Tengist umræðum um næsta lið á undan og kemur inní minnisblaðið sem nefndin mun ganga frá.


  • Menningarnefnd - 25 Alls báru 65 ljósmyndir í samkeppninni 2019 frá yfir 20 aðilum, sem er mjög góð þátttaka.
    Eygló Bára og Sigurborg skipuðu dómnefnd af hálfu menningarnefndar, auk Lúðvíks Karlssonar, Listons, alþýðulistamanns. Þema keppninnar 2019 var "fegurð".
    Oliver Degener átti myndir í fyrsta og öðru sæti og Salbjörg Nóadóttir átti myndina sem valin var í þriðja sæti. Verðlaunaafhending fór fram á aðventudegi Kvenfélagsins þann 2. desember sl.
    Menningarnefnd þakkar öllum ljósmyndurum kærlega fyrir framlag þeirra og óskar verðlaunahöfum til hamingju. Lúðvík Karlssyni er sérstaklega þakkað fyrir ánægjulegt samstarf í dómnefnd.
  • Menningarnefnd - 25 Menningarnefnd samþykkir að ljósyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar fari fram á árinu 2020 með svipuðum hætti og verið hefur. Vísað er í reglur um keppnina.
    Farið var yfir þemu samkeppninnar allt frá 2011.
    Ákveðið var að þema keppninnar 2020 verði "Vetur í Grundarfirði" - en árið 2011 var þemað "Sumar í Grundarfirði".
    Myndirnar verða að vera teknar innan sveitarfélagsmarka á tímabilinu 1. desember 2019 til 1. nóvember 2020.
    Bæjarstjóra falið að setja auglýsingu í loftið um þetta.
  • Menningarnefnd - 25 Menningarnefnd gekkst í annað sinn fyrir viðurkenningu fyrir "Jólahús Grundarfjarðar". Þá er valið fallega skreytt hús í bænum og eigendum þess veittur þakklætisvottur. "Ekki er leitað eftir veglegustu eða mest skreyttu húsunum heldur þeim sem vekja hlýju í hjarta og hug", eins og sagði í auglýsingu nefndarinnar í desember sl.

    Í desember 2018 voru valin tvö hús, en um nýliðin jól varð eitt hús fyrir valinu. María Ósk Ólafsdóttir og Hlynur Sigurðsson, fengu viðurkenningu fyrir hús sitt að Hrannarstíg 14.

    Í dómnefnd voru fulltrúar menningarnefndar, Ólöf Guðrún Guðmundsdóttir, Sigurrós Sandra Bergvinsdóttir og Tómas Logi Hallgrímsson.