Lögð fram til kynningar tillaga Vegagerðarinnar um útfærslu á lækkun hámarkshraða á Framsveitarvegi 576-01, í framhaldi af erindi sem bæjarstjórn hafði sent Vegagerðinni.
Vegagerðin leggur til að hámarkshraði verði lækkaður úr 90 í 70 km/klst. frá stöð 1450 að stöð 2340, fram hjá bænum Setbergi og framhjá Setbergskirkjugarði. Hinsvegar telur Vegagerðin ekki ástæðu til lækkunar hámarkshraða, úr 90 km/klst., á veginum framhjá golfvelli, en leggur til að þar verði settar upp bættar merkingar sem minna á gangandi umferð. Með fylgja umsagnir, frá umferðardeild Vegagerðarinnar og frá lögreglunni á Vesturlandi, þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við tillöguna.
Bæjarstjórn gerir ekki athugasemdir við tillögu Vegagerðarinnar.
Vegagerðin leggur til að hámarkshraði verði lækkaður úr 90 í 70 km/klst. frá stöð 1450 að stöð 2340, fram hjá bænum Setbergi og framhjá Setbergskirkjugarði. Hinsvegar telur Vegagerðin ekki ástæðu til lækkunar hámarkshraða, úr 90 km/klst., á veginum framhjá golfvelli, en leggur til að þar verði settar upp bættar merkingar sem minna á gangandi umferð. Með fylgja umsagnir, frá umferðardeild Vegagerðarinnar og frá lögreglunni á Vesturlandi, þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við tillöguna.
Bæjarstjórn gerir ekki athugasemdir við tillögu Vegagerðarinnar.
Samþykkt samhljóða.