Hafnarstjórn - 8Lögð fram hönnun Vegagerðarinnar fyrir Grundarfjarðarhöfn, dags. janúar 2020; útfærsla á framkvæmd við landfyllingu á Framnesi, austan Nesvegar. Teikningin er grunnmynd/snið í mælikvarða 1:1000 og ber heitið "Landfylling við Framnes". Um er að ræða framkvæmd sem er í samræmi við gildandi deiliskipulag á svæðinu og er hluti af þeirri landfyllingu sem þar er gert ráð fyrir. Ennfremur lá fyrir magnskrá, sem ekki er þó bókuð sem fylgigagn í fundakerfi.
Farið yfir framkvæmdagögn og rætt um framkvæmdina. Hafnarstjórn samþykkir samhljóða að hefja framkvæmd við landfyllingu á Framnesi, í samræmi við framlagða teikningu. Efni úr framkvæmd við lengingu Norðurgarðs verði nýtt í fyllinguna og gert er ráð fyrir umtalsverðri samlegð með þeirri framkvæmd sem þar stendur nú yfir. Hafnarstjórn samþykkir samhljóða að fela hafnarstjóra að vinna að nauðsynlegum undirbúningi og framkvæmd verksins, afla nauðsynlegra leyfa og leggja inn tilkynningu til skipulagsyfirvalda, auk þess að leggja fram drög að kostnaðaráætlun.
Bókun fundarHafsteinn Garðarsson, hafnarstjóri sat fundinn undir þessum lið.
Hann gerði grein fyrir áformaðri framkvæmd við sjóvörn og landfyllingu á Framnesi austan Nesvegar.
Til viðbótar við framlögð gögn gerði hafnarstjóri grein fyrir því að áætlaður kostnaðarhluti hafnarinnar rúmist innan fjárhagsáætlunar ársins 2020.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu hafnarstjórnar um að hefja framkvæmd við landfyllingu á Framnesi, í samræmi við framlagða teikningu Vegagerðarinnar. Verkið er í samræmi við deiliskipulag svæðisins. Hagkvæmni felst í því að fara í afmarkaða verkþætti framkvæmdarinnar nú meðan lenging Norðurgarðs stendur yfir, m.a. sökum þess að í landfyllinguna verður sett efni sem koma þarf fyrir úr hafnarframkvæmdinni og myndi hafa meiri kostnað í för með sér ef það yrði ekki nýtt.
Jafnframt er samþykkt samhljóða sú ráðstöfun hafnarstjórnar að fela hafnarstjóra að vinna að nauðsynlegum undirbúningi og framkvæmd verksins, afla nauðsynlegra leyfa og leggja inn tilkynningu til skipulagsyfirvalda.