Fram voru lagðar sex tilnefningar íþróttamanna vegna ársins 2019 frá íþróttafélögum og frá deildum UMFG. Farið var yfir tilnefningar og reglur sem um kjörið gilda.
Gengið var til kjörs á íþróttamanni ársins í samræmi við reglurnar. Niðurstöðu verður haldið leyndri þar til íþróttafólk ársins verður heiðrað á aðventudegi Kvenfélagsins Gleym-mér-ei í samkomuhúsinu sunnudag 1. des. nk.
Bæjarstjóri mun sjá til þess að farandbikar verði áritaður og að verðlaunaskjöldur verði útbúinn fyrir íþróttamann ársins. Aðrir íþróttamenn fái blómvönd. Öll fái þau áritað skjal.
Fulltrúum íþróttafélaganna var þökkuð koman og viku þau af fundi.
Nefndin ræddi um reglur um kjör íþróttamanns Grundarfjarðar, frá 29. okt. 2014. Nefndin telur kominn tíma til að yfirfara reglurnar og mun gera það á nýju ári og setja fram tillögu um breytingar ef ástæða þykir til.
Gestir
Tómas Freyr Kristjánsson f.h. stjórnar UMFG
Jón Pétur Pétursson f.h. Skotgrundar, Skotfélags Snæfellsness
Halldóra Hjörleifsdóttir f.h. stjórnar UMFG
Signý Gunnarsdóttir varamaður í nefndinni
Kristján Magni Oddsson f.h. Hesteigendafélags Grundarfjarðar
Gengið var til kjörs á íþróttamanni ársins í samræmi við reglurnar. Niðurstöðu verður haldið leyndri þar til íþróttafólk ársins verður heiðrað á aðventudegi Kvenfélagsins Gleym-mér-ei í samkomuhúsinu sunnudag 1. des. nk.
Bæjarstjóri mun sjá til þess að farandbikar verði áritaður og að verðlaunaskjöldur verði útbúinn fyrir íþróttamann ársins. Aðrir íþróttamenn fái blómvönd. Öll fái þau áritað skjal.
Fulltrúum íþróttafélaganna var þökkuð koman og viku þau af fundi.
Nefndin ræddi um reglur um kjör íþróttamanns Grundarfjarðar, frá 29. okt. 2014.
Nefndin telur kominn tíma til að yfirfara reglurnar og mun gera það á nýju ári og setja fram tillögu um breytingar ef ástæða þykir til.