.1
1911006
Berserkseyri - Umsókn um byggingarleyfi
Skipulags- og umhverfisnefnd - 206
Skipulags- og umhverfisnefnd frestar erindinu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að fara í vettvangsskoðun við fyrsta tækifæri, til þess að kanna aðstæður.
.2
1911010
Framkvæmdaleyfi - Blindhæð við Kirkjufell
Skipulags- og umhverfisnefnd - 206
Skipulags- og umhverfisnefnd hefur kynnt sér fylgigögn sem vísað er til í umsókn um framkvæmdaleyfi. Það er mat skipulags- og umhverfisnefndar að framlögð gögn lýsi framkvæmdinni á fullnægjandi hátt, hönnunargögn séu fullnægjandi og að framkvæmdin sé í samræmi við gildandi aðalskipulag, sbr. 10. gr. reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdarleyfi til Vegagerðarinnar að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
.3
1908008
Framkvæmdaleyfi til skógræktar á Spjör
Skipulags- og umhverfisnefnd - 206
Skipulags- og umhverfisnefnd hefur yfirfarið framlögð gögn og telur skógræktaráformin
hvorki stangast á við gildandi aðalskipulag né fyrirliggjandi tillögu að nýju aðalskipulagi, að því gefnu að þau séu á landbúnaðarsvæði og tekið sé mið af þeim markmiðum og viðmiðum sem þar eru, s.s. minjar, ásýnd og landslag, fjarlægð frá vatnsbökkum, veitum og samgönguæðum. Skógræktaráformin eru framkvæmdaleyfisskyld þar sem þau falla undir lög um mat á umhverfisáhrifum, sbr. lið 1.07 í 1. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum sem tilgreinir „Nýræktun skóga á allt að 200 ha svæði sem breytir fyrri landnotkun“. Slíkar framkvæmdir er skylt að tilkynna sveitarstjórn til ákvörðunar um matsskyldu og þarf sú ákvörðun að liggja fyrir áður en unnt er að gefa út framkvæmdaleyfi.
Áður en skipulags- og umhverfisnefnd tekur afstöðu til matsskyldu er óskað eftir að framkvæmdaraðili geri nánari grein fyrir mögulegum umhverfisáhrifum framkvæmdanna með hliðsjón af viðmiðum í 2.viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum, sbr. einnig leiðbeiningablað Skipulagsstofnunar „Mat á umhverfisáhrifum - framkvæmdir í flokki C“, útg. 2015. Auk þess verði gerð grein fyrir hvernig skógræktaráformin falla að fyrri hugmynd umsækjandans um frístundabyggð sem samþykkt var að setja fram í tillögu að aðalskipulagi sem er í ferli.
Þegar þau gögn liggja fyrir verður tekin ákvörðun um matsskyldu og framkvæmdaleyfi.
Bókun fundar
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
.4
1803056
Skerðingsstaðir Deiliskipulag
Skipulags- og umhverfisnefnd - 206
Skipulags- og umhverfisnefnd hefur yfirfarið framkomnar athugasemdir og umsagnir skipulagshöfunda og sett fram afgreiðslu sína á einstökum athugasemdum sbr. hjálagt fylgiskjal. Nefndin beinir því til framkvæmdaraðila og skipulagshöfunda að móta deiliskipulag og vinna umhverfisskýrslu á grunni þeirrar afgreiðslu sem þar kemur fram.
Bókun fundar
Til máls tóku JÓK og UÞS.
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
.5
1608001
Hjallatún 2 - skil á lóð
Skipulags- og umhverfisnefnd - 206
Með tölvupósti dagsettum 6. nóvember 2019 tilkynnti Dodds ehf. um skil á lóð að Hjallatúni 2.
Er hún því laus til úthlutunar.
.6
1911005
Grundargata 82 og 90 - skil á lóðum
Skipulags- og umhverfisnefnd - 206
Með tölvupósti dagsettum 30. október 2019 tilkynnti Almenna umhverfisþjónustan ehf. um skil á lóðunum að Grundargötu 82 og 90.
Eru þær því lausar til úthlutunar.
.7
1604026
Lausar lóðir í Grundarfjarðarbæ.
Skipulags- og umhverfisnefnd - 206
Farið yfir framlagt yfirlit um lausar íbúðar- og iðnaðarlóðir í Grundarfirði. Skipulags- og umhverfisnefnd felur embætti skipulags- og byggingarfulltrúa að ljúka við yfirlitsmynd í samræmi við umræður fundarins og birta á vef bæjarins.
Bókun fundar
Til máls tóku JÓK, HK og UÞS.
Bæjarstjórn samþykkir að leggja lóðina að Grundargötu 31 inn til úthlutunar hjá skipulags- og umhverfisnefnd. Húseign á lóðinni sé víkjandi þegar til úthlutunar kemur.
Samþykkt samhljóða.
.8
1908023
Hrannarstígur 5 - Umsókn um Byggingarleyfi, breyting
Skipulags- og umhverfisnefnd - 206
Skipulags- og byggingarfulltrúi greindi frá vettvangsskoðun sem farin var ásamt slökkviliðsstjóra að Hrannarstíg 5.
Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði athugasemdir og beðið er eftir fullnægjandi gögnum til að afgreiða umsókn um byggingarleyfi.
.8
1911018
Óleyfisframkvæmdir
Skipulags- og umhverfisnefnd - 206
Að gefnu tilefni er embætti skipulags- og byggingarfulltrúa falið að kanna hvort í gangi séu óleyfisframkvæmdir í sveitarfélaginu, sbr. 55. gr. laga nr. 160/2010 um mannvirki.
Bókun fundar
Til máls tóku JÓK, UÞS, HK, BÁ og BS.
.9
1911019
Skipulagsdagurinn 2019
Skipulags- og umhverfisnefnd - 206
Skipulags- og umhverfisnefnd vekur athygli á áhugaverðu erindi bæjarstjóra á Skipulagsdeginum 2019 sem haldinn var í Hörpu þann 8. nóvember síðastliðinn. Upptökur af Skipulagsdeginum má nálgast hér: https://www.skipulag.is/skipulagsstofnun/vidburdir/nr/1308