Lögð fram og kynnt bráðabirgðaálagning fasteignagjalda fyrir árið 2020, sundurliðuð niður á álagningarflokka. Lagt til að lóðarleiga lækki úr 2% í 1,9%. Jafnframt lagt til að sorphirðu- og sorpeyðingagjöld hækki um 1.000 kr. á íbúð og að sorpeyðingargjald sumarhúsa hækki um 500 kr. á ársgrundvelli. Skv. álagningunni hækka tekjur vegna fasteignagjalda á íbúðarhúsnæði um 1,4% (A). Tekjur vegna fasteignagjalda samtals (A, B, C) hækka um 6,2%.
Jafnframt lagður fram samanburður á fasteignagjöldum og álagningu nágrannasveitarfélaga.
Bæjarráð samþykkir samhljóða ofangreinda tillögu og vísar til bæjarstjórnar.
Lögð fram tillaga bæjarráðs um að álagningarprósenta lóðarleigu íbúðarhúsnæðis lækki úr 2% í 1,9% og að sorpgjald hækki úr 44.000 á ári í 45.000 kr. og sorpgjald sumarhúsa hækki úr 17.000 kr. á ári í 17.500 kr. Aðrar álagningarprósentur verði óbreyttar.
Lækkun lóðarleigu íbúðarhúsnæðis er hugsuð sem mótvægi við hækkun á fasteignamati íbúðarhúsnæðis síðustu ára.