Bæjarráð - 536Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar jan.-ágúst 2019. Skv. yfirlitinu hefur greitt útsvar hækkað um 2,6% fyrstu átta mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra.
Bæjarráð ítrekar áhyggjur sínar af stöðu útsvarsgreiðslna. Útsvarstekjur í ágúst 2019 lækka um 32,8% frá ágúst 2018.
Bæjarráð felur skrifstofustjóra að leita skýringa á þessari lækkun.
Bæjarráð - 536Bæjarráð hafði áður samþykkt nýtt tónlistarnám, þar sem boðið verður upp á nám í 20 mín. fyrir yngstu nemendur skólans, þ.e. 1. og 2. bekk grunnskólans. Lögð fram drög að gjaldskrá tónlistarskólans þar sem gjaldi vegna nýja námsins hefur verið bætt við.