Málsnúmer 1909002F

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 230. fundur - 19.09.2019


  • .1 1805034 Aðalskipulag Grundarfjarðar 2019 - 2039
    Lögð var fram og kynnt tillaga að Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 ásamt umhverfisskýrslu tillögunnar. Einnig var lagt fram minnisblað með yfirliti yfir ábendingar og umsagnir sem bárust um aðalskipulagstillögu á vinnslustigi sem kynnt var vorið 2018 á grundvelli 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Svör skipulags- og umhverfisnefndar eru í minnisblaðinu og er það fylgiskjal með þessari fundargerð.

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 203 Skipulags- og umhverfisnefnd Grundarfjarðarbæjar leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 ásamt umhverfisskýrslu, að teknu tilliti til breytinga sem samþykktar voru á fundinum, verði send Skipulagsstofnun til athugunar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga.
    Þegar umsögn stofnunarinnar liggur fyrir og unnið hefur verið úr henni verði aðalskipulagstillagan og umhverfisskýrsla hennar auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

    Bókun fundar Málið er sérstaklega tekið fyrir í 10. lið þessa fundar.