Lagt fram til kynningar bréf landeigenda á Ökrum I, II og II, Tröðum og Láxárholti á Mýrum dags. 26. ágúst sl., til umhverfisráðuneytisins og framkvæmdastjóra SSV, en afrit sent á öll sveitarfélög innan SSV. Í bréfinu lýsa landeigendur áhyggjum af áhrifum fjölgunar meindýra á svæðinu og þá fyrst og fremst m.t.t. fuglalífs og kalla eftir aðgerðum af hálfu þeirra sem ábyrgð bera.
Til máls tóku JÓK og HK.