ÞF smíði sendir inn beiðni vegna ísetningar á glugga á iðnaðarbili sínu við Nesveg 17. Meðfylgjandi er samþykki allra skráðra eigenda við Nesveg 17. Eigandi hefur einnig skilað inn reyndarteikningum.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.