Lagt fram erindi Árna Halldórssonar vegna niðurstöðu nefndar um byggingarleyfi fyrir smáhýsi á lóð.
Við skoðun byggingarfulltrúa sem framkvæmd var þann 29.júlí 2019 kom í ljós að umrædd framkvæmd samrýmdist ekki reglum sem gilda um smáhýsi. Var lóðarhafa því veitt stöðuleyfi til eins árs, en farið fram á að umsókn um byggingarleyfi ásamt teikningum yrði skilað inn áður en stöðuleyfi félli úr gildi.
Í bréfi lóðarhafa, sem nú liggur fyrir nefndinni, færir hann rök fyrir því að hér sé um að ræða smáhýsi, í skilningi byggingarreglugerðar, gr. 2.3.5., sem sé því ekki byggingarleyfisskylt.
Byggingarfulltrúi fór í vettvangsskoðun þann 27. maí 2020. Í ljós kom að búið er að klæða útveggi og hækka lóðina.