Málsnúmer 1907006F

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 534. fundur - 08.08.2019

  • .1 1907031 Grundargata 12 og 14 - Byggingarleyfi
    Hafnaríbúðir ehf. sækir um byggingarleyfi vegna nýbyggingar á fjölbýlishúsi með 9 íbúðum. Skipulags- og umhverfisnefnd - 202 Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að óska eftir nýjum teikningum sem uppfylla kröfur um fjölda bílastæða.

    Skipulags og byggingarfulltrúa falið að setja fyrirhugaðar byggingar á lóðunum við Grundargötu 12 og 14 í grenndarkynningu.
    Bókun fundar Bæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • .2 1907035 Innri Látravík - Byggingarleyfi
    Valgeir Þór Magnússon og Ingibjörg Sigurðardóttir sækja um byggingarleyfi, áður hafði verið gefið út tímabundið stöðuleyfi vegna hússins. Skipulags- og umhverfisnefnd - 202 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi vegna frístundahúss í landi Innri Látravíkur að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.
    Bókun fundar Í ljósi nýrra upplýsinga og að beiðni umsækjenda er málinu frestað og vísað aftur til skipulags- og umhverfisnefndar.

    Samþykkt samhljóða.
  • .3 1709015 Hlíð - Byggingarleyfi
    Finnur Hinriksson sækir um byggingarleyfi fyrir geymslu við frístundahús.

    Fyrir nefndinni liggur bréf sem sent var af fv. skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 17.08.2017 þar sem farið var fram á stöðvun framkvæmda við byggingu hússins þar sem ekki hafði verið sótt um byggingarleyfi.

    Einnig liggur fyrir ítrekun núverandi skipulags- og byggingarfulltrúa dags. 10.07.2019.


    Skipulags- og umhverfisnefnd - 202 Skipulags- og byggingarfulltrúi hefur móttekið umsókn og teikningar vegna geymslu í landi Hlíðar.

    Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingaleyfi að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.
    Bókun fundar Bæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • .4 1305003GRU Norðurgarður C, Djúpiklettur - Byggingarleyfi
    Norðurgarður C, Djúpiklettur sækir um byggingarleyfi fyrir 80,5 m2 vélageymslu á lóð sinni. Áður hefur verið gefið út byggingarleyfi á fundi 137. árið 2013 en það leyfi er útrunnið og er því sótt um aftur.

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 202 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð 112/2012 með síðari breytingum.
    Bókun fundar Bæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • .5 1907034 Fellabrekka 3 - Bílastæði utan lóðar.
    Guðmundur Pálsson og Hólmfríður Hildimundardóttir óska eftir leyfi til að gera bílastæði á lóðinni Fellabrekku 5 á meðan hún er óbyggð. Skipulags- og umhverfisnefnd - 202 Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við gerð þessa bílastæðis á lóðamörkum Fellabrekku 3 og 5 en bendir á að framkvæmd þessi er ávallt víkjandi þar sem um er að ræða byggingarlóð sem laus er til úthlutunar.

    Afstaða nefndarinnar í þessu tilviki er ekki fordæmisgefandi.


    Bókun fundar Bæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • .6 1902007 Fellabrekka 7-21
    Lögð fram tillaga unnin af Verkís af uppfærðum lóðarblöðum af lóðunum við Fellabrekku 7-21. Lóðarblöðin hafa verið kynnt fyrir eigendum Fellabrekku 15-21 og voru unnin í samráði við þá. Skipulags- og umhverfisnefnd - 202 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framlögð lóðarblöð að Fellabrekku 7-21 og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ganga frá útgáfu þeirra.
    Bókun fundar Bæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • .7 1907014 Sæból 29 - Smáhýsi á lóð
    Fyrir nefndinni liggur fyrirspurn frá Árna Halldórssyni vegna byggingar smáhýsis á lóð, en málinu var frestað á síðasta fundi. Skipulags- og umhverfisnefnd - 202 Skipulags- og umhverfisnefnd bendir á að umrædd framkvæmd samrýmist ekki reglum um smáhýsi, heldur heyrir undir byggingarleyfi.

    Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út stöðuleyfi til að hámarki eins árs og óskar eftir teikningum og umsókn um byggingarleyfi áður en stöðuleyfið er fallið úr gildi.
    Bókun fundar Bæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • .8 1803056 Skerðingsstaðir - Deiliskipulagslýsing
    Lagðar fram umsagnir og ábendingar sem bárust vegna skipulagslýsingar fyrir deiliskipulag á Skerðingsstöðum.

    Alls bárust 10 umsagnir frá eftirtöldum aðilum;

    Skipulagsstofnun
    Umhverfisstofnun
    Vegagerðinni
    Náttúrufræðistofnun Íslands
    Heilbrigðiseftirliti Vesturlands
    Svæðisskipulagsnefnd sveitarfélaganna á Snæfellsnesi
    Breiðafjarðarnefnd
    Landeigendum Innri Látravíkur
    Landeigendum Króks
    Landeigendum Mýrarhúsa

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 202 Nefndin veitir landeiganda/framkvæmdaraðila tækifæri á að tjá sig um framkomnar umsagnir og athugasemdir um skipulagslýsinguna, þ.m.t. hvernig hann telur að rétt sé að bregðast við þeim við gerð deiliskipulagstillögu.
    Nefndin mun í kjölfarið fara yfir athugasemdir og svör landeiganda/framkvæmdaraðila.

    Í samræmi við þetta er skipulags- og byggingarfulltrúa falið að taka saman viðeigandi gögn og kynna landeigendum/framkvæmdaraðila og veita hæfilegan frest til að tjá sig um fram komin gögn.

    Bókun fundar Bæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • .9 1904011 Breyting á Aðalskipulagi 2003-2015 vegna lengingar Norðurgarðs og
    efnistökusvæðis í Lambakróarholti.
    Athugasemdafresti er lokið - ein athugasemd barst, frá Kristni G. Jóhannssyni.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 202 Lögð er fram að nýju tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2003-2015 vegna lengingar Norðurgarðs og tilheyrandi efnistöku í Lambakróarholti. Í breytingartillögunni eru lagðar til tvær breytingar; annars vegar að Norðurgarður verði lengdur til austurs um 130 metra með viðlegukanti og landfyllingu austan Nesvegar sem tengir Framnes og Norðurgarð; hins vegar að efnistökusvæði í Lambakróarholti verði stækkað um 29.000 m2 og heimilað að vinna um 70.000 m3 af lausu efni fyrir lengingu á Norðurgarði og 70.000 m3 til viðbótar vegna hafnarframkvæmda á næstu árum. Áætlað umfang efnistöku er því um 140.000 m3 alls.
    Markmið með lengingu Norðurgarðs er að auka getu Grundarfjarðarhafnar til að taka á móti stórum skipum. Markmið með breytingu á efnistökusvæði í Lambakróarholti er að stytta flutningsvegalengdir á brimvarnar- og fyllingarefni úr námum og draga úr efnisflutningum í gegnum þéttbýlið í Grundarfirði og þar með draga úr útblæstri, rykmengun, kostnaði og slysahættu.
    Framkvæmdirnar hafa hlotið málsmeðferð skv. lögum um mat á umhverfisáhrifum framkvæmda, annars vegar hjá Grundarfjarðarbæ og hins vegar hjá Skipulagsstofnun. Efnistakan fellur undir lið 2.03 í viðauka við lög um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 og er því tilkynningarskyld til Skipulagsstofnunar.
    Skipulags- og umhverfisnefnd Grundarfjarðarbæjar fjallaði um lengingu Norðurgarðs í samræmi við 4. mgr. 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 á fundi sínum 30. október 2017, sbr. skýrslu Vegagerðarinnar (2017) um lengingu Norðurgarðs og efnisnámur tengdar framkvæmdinni. Nefndin tók ákvörðun um að framkvæmdin skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum samkvæmt lögunum. Bæjarstjórn samþykkti afgreiðslu nefndarinnar á fundi sínum 1. nóvember 2017. Bæjarstjórn áréttar fyrri ákvörðun á grunni þess að framkvæmdin sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif með vísan í það mat á umhverfisáhrifum sem kemur fram í skýrslu Vegagerðarinnar og að teknu tilliti til viðmiða í 2. viðauka við lög um mat á umhverfisáhrifum.
    Skipulagsstofnun fjallaði um efnistöku vegna lengingar Norðurgarðs á grundvelli 2. mgr. 6. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum og var niðurstaða stofnunarinnar, sbr. ákvörðun dags. 11. apríl 2018 að efnistakan væri ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og skyldi því ekki háð mati á umhverfisáhrifum.
    Á fundi bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar þann 11. apríl 2019 var samþykkt að auglýsa tillögu að breytingu á aðalskipulagi. Tillagan var auglýst í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, að undangenginni athugun Skipulagsstofnunar, 4. júní 2019 með athugasemdafresti til 16. júlí 2019. Ein athugasemd barst við auglýsta tillögu. Nefndin telur athugasemdina ekki kalla á breytingar á tillögunni og vísar í fyrirliggjandi greinargerð skipulagsráðgjafa. Skipulagsfulltrúa er falið að svara fram kominni athugasemd.

    Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að framlögð tillaga að breytingu á aðalskipulagi verði samþykkt, sbr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Bókun fundar Bæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.