Menningarnefnd - 24Kosning formanns, í stað Unnar Birnu Þórhallsdóttur fráfarandi formanns. Lagt er til að Eygló Bára Jónsdóttir taki við sem formaður menningarnefndar. Samþykkt samhljóða.
Farið yfir stöðu vinnu við stefnumótun bæjarins, en menningarmálin verða tekin fyrir í þeirri vinnu. Menningarnefnd - 24Verið er að vinna í stefnu með Capacent, ákveðinn rýnihópur sem er með menningarmálin í forgrunni. Rætt um að það muni koma á borð stýrishóps að ákveða hvernig Menningarnefnd starfi og hvaða nefndir/hópar falli undir þeirra gildissvið. Verið er að miða við stefnu Reykjanesbæjar og vinna út frá henni.
Undirbúningur Rökkurdaga 2019, menningarhátíðar Grundarfjarðarbæjar. Rætt verður um hugmyndir að dagsrkárefni og byrjað að móta dagskrána.Menningarnefnd - 24Farið yfir erindi er bárust vegna dagskrár Rökkurdaga 2019. Unnið að drögum að dagskrá og skipt niður verkefnum vegna uppsetningar á henni.
b) Sýningarstandur fyrir útilistsýningar: Tommi og Sigurborg - staða Menningarnefnd - 24Bæringsstofa - Ljósmyndasafn- Eygló er í samskiptum við Hans Petersen um skönnun mynda. Ljósmyndir eru á leið í skönnun og verið er að leita að betri tilboða vegna yfirfærslu myndbandsupptakna.
Sýningarstandur fyrir útilistasýningar - Tommi fór í skoðunarferð um suðurland til að afla sér upplýsinga. Menningarnefnd lagði til að bærinn kynni sér verðtilboð og hugmyndir að hönnun hjá Lavaland. Tommi gengur í málið.
Á bærinn að sækja um menningarstyrki aftur?Menningarnefnd - 24Menningarnefnd telur mikilvægt að sótt sé um styrki og hvetur íbúa Grundarfjarðarbæjar og félagasamtök um að sækja um í sjóðinn. Umsóknarfrestur er til miðnættis 23. September. Menningarnefnd óskar eftir því að auglýsing verði birt á heimasíðu Grundarfjarðarbæjar og á samfélagsmiðlum.Bókun fundarÁréttað er að opnað verður fyrir umsóknir um menningarstyrki Uppbyggingarsjóðs í nóvember nk.