Hafnarstjórn - 6Farið yfir stöðu hafnarframkvæmda.
Farið var yfir drög að útboðsgögnum um rekstur stálþils vegna lengingar Grundarfjarðarhafnar. Ætlunin er að útboð verði auglýst síðar í þessari viku.
Helstu verkþættir eru: - Gerð á 90 m löngum bermugarði. - Rekstur 122 stálþilsplatna, akkerisplötur steyptar, uppsetning staga og festinga. - Jarðvinna aftan við stálþil. - Kantbitar steyptir með pollum, uppsetning á stigum og fríholtum.
Einnig lagt fram til kynningar bréf sem sent var tilteknum húseigendum vegna efnisflutninga og fyrirhugaðra framkvæmda.
Hafnarstjórn samþykkir fyrirliggjandi útboðsgögn með ábendingum eftir yfirferð sína, og að útboð verði auglýst í kjölfarið.
Hafnarstjórn samþykkir jafnframt að fela Eflu, verkfræðistofu, að ljúka hönnun á þekju og rafmagni vegna lengingar Norðurgarðs.
Hafnarstjórn óskar eftir því að kostnaðaráætlun verði ekki lögð fram í tilboðsferlinu, fyrr en af hálfu Vegagerðarinnar við tilboðsopnunina sjálfa.
Lagt fram erindi Kristins G. Jóhannssonar, móttekið 18.07.2019, sem hann sendir bæjarstjórn fyrir hönd bænda í Eyrarsveit. Erindinu hefur verið beint til hafnarstjórnar.
Hafnarstjórn - 6Hafnarstjórn felur bæjarstjóra að svara spurningum/athugasemdum þeim sem lagðar eru fyrir í erindinu í sjö liðum, um markmið hafnarframkvæmdarinnar, heildarkostnað, fjármögnun og fleira.
Hafnarstjórn - 6Bæjarstjóri kynnti stöðu málsins, en skipulags- og umhverfisnefnd hefur samþykkt aðalskipulagsbreytinguna, vegna lengingar Norðurgarðs og tilheyrandi efnistöku. Bæjarráð hefur staðfest afgreiðsluna og tillagan verið send Skipulagsstofnun til yfirferðar.